Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 36
242
Kosningarnar i Svíþjóð.
IÐUNN
urlanda, hefir fært fyrir því rök, að húsnæðismál hverr-
ar þjóðar hafi hin víðtækustu áhrif á hag hennar allan,
meðal annars sé það eitt stærsta atriðið til þess að fyrir-
byggja, að þjóðin dragist saman. Nú hefir almenn-
ingur ekki þær tekjur, að þær samsvari þeim húsnæðis-
skilyrðum, sem þjóðinni eru holl, en hins vegar ríður n,
að kaupmátturinn samsvari íramleiðslunni. í stað þess
að hækka öll laun, er því fyrirætlun stjórnarinnar að
skapa, eins og sagt hefir verið frá, kaupmátt, sem al-
menningi kemur síðar að gagni. Eru því hér slegnar tvær
flugur í senn — bætt úr húsnæðisvandræðum og jöfnuði
komið á milli kaupmáttar og framleiðslu.
Mjög víðtækar áætlanir hafa verið gerðar um þetta
mál. Eftir að prófessor Myrdal og húsameistarinn Uno
Áhren höfðu fyrst hreyft málinu, setti stjórnin nefnd á
stokkana til þess að athuga húsnæðismálin frá félagslegu
sjónarmiði. Og þegar á fyrstu íjárlögum stjórnarinnar
var stór liður til endurbóta á húsakynnum. Hafa þegar
verið gerðar endurbætur á 37.000 húsakynnum í sveit-
um og 3000 ný heimili reist fyrir verkamenn í sveitum.
Og nú á þessu ári var gert ráð fyrir fjárframlögum fyrir
margra barna heimili, en alls er gert ráð fyrir, að ráð-
stafanir í þessu sambandi kosti 200 miljóna fjárfram-
Iög í heild, og auk þess 6—7 miljónir í árlegan styrk.
Og er þó þetta ekki nema byrjunin á fyrirætlunum um
að leysa húsnæðismál hinnar sænsku þjóðar.
í margra augum er þetta mesta velferðarmálið, sem
ríkisstjórnin hefir með höndum. Ýmsar aðgerðir hafa
farið fram af opinberri hálfu í ýmsum löndum, sem mið-
að hafa að því að bæta úr húsakynnum almennings. En
fyrirætlanir Svía eiga ekki mikið skylt við ráðstafanir
annars staðar. Það, sem hér er um að ræða, er mjög
praktisk leið frá kapitalisma til sósíalisma.