Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 39
„Með tímans straumi".
Nokkrar skyndimyndir.
„Og blómin fölna á einni hélu-nótt“.
J. H.
Jón Sæmundsson mátti muna tvær æfirnar eða þó öllu
heldur þrjár. — Fyrstu æfinni eyddi hann innan við búð-
arborð í einni af helztu verzlunum bæjarins. Líf hans
átti sér þó að sjálfsögðu einhvern forleik uppvaxtar eða
æsku; en um átthaga hans, ætt eða uppruna vissu hins
vegar fæstir neitt, svo að þeirra hluta vegna gat hann í
rauninni verið sprottinn þarna upp úr búðargólfinu, því
að þar stóð hann í árdaga, eða fyrst þegar honum var
athygli veitt, — brosmildur, snoppufríður, dálítið dauða-
doppulegur ungur maður, og þó teinvaxinn og mikill að
vallarsýn; — þarna stóð hann og óg sykur, hrísgrjón,
sveskjur eða annað, alt eftir því, hvað um var beðið.
En þegar verzlunareigandinn stakk við stafni í búð-
inni, hafði hann aðallega augun á Jóni Sæmundssyni og
afgreiðslumáta hans. Það var ekki svo að skilja, að
kaupmaðurinn vændi Jón um pretti eða aurahnupl, því
fór víðs fjarri, enda gat naumast vandaðri mann eða
dyggari. Nei, það var hitt: hreinsaði Jón sig fullkomlega
af þessu? Var hann fær um að gefa rétt til baka, þegar
hugarreikningurinn torveldaðist ögn eða lék á kvart-
pundum? Það var sem sé ólukku skerpuleysið, sem fyr-
ir kaupmanninum vakti með athugunum sínum, og ekk-
ert annað. —
En undarlegt er lífið, — já, öllum fanst þetta undar-