Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 40
246
,Með tímans straumi“.
IÐUNN
legt, jafnt liáum sem lágum, og ef til vill Jóni Sæmunds-
syni líka, þetta: er ungfrú Sólveig Mjalldal, ein af tign-
ustu konum bæjarins, vatt sér inn í buðina og tók þar út
hvorki meira né minna en Jón Sæmundsson sjálfan.
Hverju sætti þetta? Dróst ungfrú Sólveig virkilega, af
einhverju ómótstæSilegu seiðmagni, að sléttleika og
snoppufríðleik þessa meinleysislega manns, eða var það
vöxtur hans, sem heillaði, fanst henni um þessa breiðu,
skjólvænlegu bringu? Færði draumur hennar þennan
unga, hæglátlega mann í hvítt vesti og kjól og leiddi
hann síðan inn í glæstan sal, eða hvernig var þessu hátt-
að? Menn vissu það ekki, en eitthvað af þessu hlaut þó
að valda, öðru gat naumast verið til að dreifa. — Og
þarna brosti Jón aiveg grunlaus við hamingju sinm og
blíndi fram yfir búðarborðið, brosti rétt eins og hann
var vanur að brosa við bíldóttum krakka eða skorpinni
kerlingu, sem komu til að kaupa sér eitthvert smáræði,
— brosti dauflátlega og skilningslaust við þessum heitu,
tindrandi hvarmleiftrum, sem sögðu þó svo óendanlega
mikið.
En þegar þetta endurtókst annan hvorn dag eitthvað
hálfan mánuð eða lengur, þá létti þó þokunni loks frá
augum Jóns; og þá hljóp honum samstundis kapp í
kinn, það mátti hann eiga.
Og lifandi undur varð bærinn forviða. —
Ekki vitnaðist það mikið út á við, hvað Mjalldals-
fjölskyldunni leið í þessu efni, en menn gátu getið sér
þess til, því það var eins og hver sæi sjálfan sig. Menn
gátu til dæmis farið nærri um það, hvernig foreldrarnir,
Kolbeinn ræðismaður Mjalldal og Ragnhildur kona hans,
eða þá börn þeirra, öll meira og minna nafnkend, litu á
þetta fáheyrða tiltæki. Eins mátti gera sér í hugarlund
um afstöðu hinna mörgu, voldugu venzlamanna, föður-