Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 45
IÐUNN
Með tímans straumi".
251
Skarphéðins Njálssonar, þegar hann settist ni'ður, þá lét
hún þetta þó kyrt liggja og sneri sér að ísnum.
Aftur á móti skein barnsleg ánægjan út úr svip brúð-
gumans, raeðan hafði að mestu farið fram hjá honum;
en hann virtist hugsa á þá leið, að hér inni væri bara
ljómandi skemtilegt, hljómleikar alt af annað veifið úti
í einu salarhorninu, og þarna — sjáum til — þarna
flögruðu hvítu svunturnar að borðinu aftur, færandi
meiri ís, svo að ekki var alt búið enn.
En það er um skálaræðu þessa að segja, að þótt hún
væri að sumu leyti fremur seinheppileg, þá var hún rétt
eins og sólhlý gola samanborin við fellibylinn, sem á
eftir fylgdi.
Því var neínilega þannig háttað um prófessor Vigfús
Hrólfsson, að honum hafði elcki verið boðið í brúðkaup-
ið, sem ekki stóð til, — heldur brauzt hann inn í veit-
ingahúsið um það leyti, sem dansinn hófst, — það var
meinið. Eftir á stóð svo dyravarzlan uppi orðlaus og
ráðþrota. Prófessorinn hafði sem sé aðeins þózt þurfa
að tala fáein orð við mann, og undir þvílíku yfirskyni
hafði hann flotið inn. Hann var á fimta degi, þrútinn
nokkuð, úfinn og flakandi, og þegar hann kom inn í
salinn, vatt hann sér samstundis að brúðgumanum og hóf
erindi sitt, að öllum viðstöddum áheyrandi, með þessum
þvermóði og kergju, sem einkennir stundum fullkomna
uppgjöf;
„Vesli maður, vígður tignri konu,
vittu það,
þótt þú máske með lienni eignist sonu,
margt er að.
Gengið alt hjá þínu fræga fljóði
færðu léð,