Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 46
262
„Með tímans straumi“.
IÐUNN
þræll að ætt, með þrælsins korg í blóði
og þrælageð.
Ó, þetta er fýsn, að þig ’ún hjá sér lagði,
— þú munt sæll.
En deyi hún, þá ertu á augabragði
aftur þræll“.
Það var sem sprengikúlu hefði verið varpað inn í sal-
inn. Brúðguminn brosti þó ofboð Ijúflátlega eins og áð-
ur; hann skildi ekki bundið mál, nei, honum var þess
einatt gersamlega varnað að geta gripið þessa kynlegu
rykki og skrykki rímsins. En brúðurin skildi þetta aftur
á móti, og samstundis reis hin tígulega kona eins og eld-
stólpi. Hún skipaði svo fyrir, að þessu — „þessu úr-
þvætti“ yrði tafarlaust varpað á dyr. Því var hlýtt, þrír
uppstroknir þjónar komu þegar á vettvang og íosuðu
upphlaupsmanninum yfir þveran salinn, „út! út! út!“
— — Já, út í ganginn, að segja, en þar varð einhver
dragbítur í sleðadrættinum, eða viðspyrnan meiri, því
þar frammi datt alt í dúnalogn. Og þar fékk vísnagerðar-
maðurinn bæði öl og „einn gráan“; og þangað kom
jafnvel faðir brúðarinnar rétt sem snöggvast um hliðar-
dyr og klappaði próíessornum á herðarnar. — Nei, nei,
hann vildi ekki staldra neitt, vildi ekki segja eitt orð,
hvorki lil lofs eða lasts, það var ekki tilætlunin; skaut
því að eins að háskólakennaranum, að hann væri sýni-
lega „hátt uppi“, ráðlagði honum að fara heim og
Ieggja sig. Prófessorinn falaðist þá eftir fimm króna
láni, hvað konsúllinn fúslega veitti. — En síðan hvarf
hann inn í salinn aftur, beinn og fyrirmannlegur að
vanda.
Og það var ekki fyr en góðri stundu síðar, þegar
ræðismaðurinn var seztur að spilaborði í afskektu her-