Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 47
IÐUNN
,Með tímans sti'aumi".
253
bergi í veitingahúsinu, að hann brygði á glens: „Hvern-
ig var þa<5, piltar? — Þræll að ætt með þrælsins korg í
blóði, — hvips! Nei, eg skal segja ykkur það, ha? —
En tókuS þið eftir brúninni á dóttur vorri, ljónynja, ekki
satt? — Já, þér eigið að gefa, doktor, þér eigiS aS
gefa.------Eða hitt, hvernig var það ? En deyi hún —
ha? Deyi hún, þá ertu á augabragði aftur þræll. Boms!
— Hann var drukkinn, mannsneypan, það leyndi sér
ekki, og framkoman vitaskuld óafsakanleg. — En mik-
ið andskoti er samt held eg gaman að geta komið sam-
an vísu. — Hvips!“
Hvips og boms voru nefnilega eins konar töfraorð,
sem konsúllinn notaði, einkanlega þegar hann var við
skál.
Jú, veizlan varð nú, að öllu samanlögðu, ýmsum
minnisstæð.------
Með brúðkaupinu ber sjálfsagt að telja, að önnur æfi
Jóns Sæmundssonar hefjist, og er þó álitamál, því standa
varð hann enn svo mánuðum skifti innan við búðar-
borðið, eins og áður. Tengdafaðir hans afsagði það
sem sé með öllu að hleypa honum inn í sín fyrirtæki,
— ekki feti lengra, nóg var nú samt. Og þessu hlaut
hann auðvitað að ráða.
Hins vegar fundu þó allir, hver óhæfa það var, ef
maður jaín-nákominn Mjalldölunum ætti að verða um
aldur og æfi óbrotinn búðarþjónn með 250 króna mán-
aðarlaunum. Og því var það, að hinir mörgu og vold-
ugu venzlamenn hófu kyrlátan, en skipulagðan róður
bak við tjöldin, — auðvitað frú Sólveigar vegna. Byrj-
að var á því að tala við kaupmanninn, sem Jón vann
hjá. Það gerði Hjálmar málaflutningsmaður Mjalldal,
föðurbróðir frú Sólveigar. Hann fór þess á leit við kaup-
manninn, að hann tæki manninn að minsta kosti úr búð-