Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 49
IÐUNN
,Með tímans straumi".
255
við. En inni á skrifstofu máttu tilsvarandi skekkjur aft-
ur aldrei koma fyrir, of mikið í húfi, sko. — En kaup-
manninum þótti það, sem sagt, ákaflega leiðinlegt að
geta ekki boðið manninum inn fyrir, eins og nú var
komið ráði hans, en af því gat þó, því miður, eigi orðið.
Ekki mátti þó hafa neitt eftir honum um vantraust á
hæfileikum Jóns Sæmundssonar, því þannig var þetta
ekki meint. —
Þá var haldið á dýpri miðin, og ekki er að orðlengja
það, að Mjalldalanna vegna var þessum seiga róðri hald-
ið áfram um aliar vastir, þangað til það heppnaðist að
lokum að koma Jóni Sæmundssyni í höfn: Hann var
gerður að forstjóra „Bæjarfisksölubandalagsins".
En áður en þetta mætti takast, varð þó tengdafaðir
hans sjálfur að koma til skjalanna. Því vitaskuld var það
hans hlutverk að tala við höfuðvaldhafana, sem sumir
hverjir líktust jarðföstum klettum og hugsuðu í miljóna-
fjórðungum — eða meira.
„Bæjarfisksölubandalagið'* var, að grunntóni til, ef
svo mætti segja, eins konar há-lýðræðisleg stofnun, sem
upphaflega var fundin upp af „þeim radikölu“, og starf-
aði hún í þremur deildum, er nefndust „Veiðideild“,
„Aðgerðardeild” og „Utsöludeild". Forstjóri hverrar
deildar fékk 7000 króna árslaun, og höfðu þeir allir
nokkurum störfum að gegna. En yfirstaðan, toppstað-
an, kallaðist „Forstjóri Bæjarfisksölubandalagsins". Ars-
laun tólf þúsund. Ekkert starf.
Þessi forstjórastaða var eins konar trompás á hendi
þess flokks, er fór með meirihlutavald í bæjarmálunum
í það eða það skiftið, og var staðan veitt af bæjarstjórn-
inni til tveggja ára í senn. Stöðunni fylgdi skrifstofa
með vélritunarstúlku og gjaldkera. En þá hluti lagði þó
bæjarstjórnin til með hangandi hendi, vissi sem var, að