Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 53
IÐUNN
,Með tímans straumi".
259
Ieiksviðið, stundum jafnvel háskælandi, oft og einatt
aðallega vegna þess, að þær voru ekki kystar eða faðm-
aðar nógu ósleitilega, — að honum skildist. Þvflík bann-
sett frekja! Og þó mátti ekki brosa að þessu, nei, nei;
vægðarlaust olnbogaskot frá sessunautnum, hvenær sem
losnaði um hláturböndin.
Já, satt var það: hafa þurfti gát á forstjóranum í
leikhúsinu, það fann frú Sólveig bezt sjálf. Og yfirleitt
var fremur vonlítið um hann á sviði leiklistar og bók-
menta, en í tónmentinni, aftur á móti, miðaði skilningi
hans talsvert fram á Ieið. — Æi, hún vissi það ekki, ef
til vill hafði hún orðið fyrir einhverjum sjónhverfing-
um, slíkri hugsun gat einstöku sinnum brugðið fyrir
eins og leiftri.
En ekki var hins vegar verið að minka Jón utan heim-
ilisins af konunni hans, fjarri fór því. Þvert á móti var
hið ríka skap hennar og arnfrána athygli ávalt og alls
staðar á verði, og hvenær sem örlaði á einhverju skopi
eða niðrandi orði í hans garð, hvestist brún hennar óð-
ara og augun skutu gneistum, þess konar móðganir þoldi
hún sízt. Með ofurlítið grátbroslegum ákafa heimtaði
hún skilyrðislausa virðingu og viðurkenningu til handa
lífsförunautnum.
Og hún stríddi eins og hetja á margan hátt; þarna
brauzt hún til dæmis með Jón inn í afmælafagnaði,
skírnargildi og brúðkaupsveizlur sinna mörgu nafn-
kendu frænda og venzlamanna og leitaðist hvarvetna
við að opna honum hin dýrmætu menningarsambönd.
Þetta var þó að ýmsu leyti erfitt viðfangs, því aldrei gat
fólk hennar felt sig við þessar mágsemdir. Altaf var
sónninn sami, þegar skotið var á fundi í fjölskylduráðinu.
Til dæmis sagði frú Ragnhildur einu sinni: ,,Eg er