Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 54
260
„Með tímans straumi".
IÐUNN
handviss um það, að ef hún Veiga hefði ekki álpast út
í þessa fásinnu, þá væri hún orðin núna — orðin —“
„Orðin ráðherrafrú! — Kemurðu nú með það enn þá
einu sinni“, greip Steinunn dóttir hennar fram í. „En
hvernig geturðu nú sagt, að þú vitir annað eins og þetta,
góða mamma?" Ungfrúin var dálítið dutlungafull og gat
stundum snúist þveröfug við svona bollaleggingum, án
þess þó að hún hefði eiginlegar sérskoðanir á aðalmálinu.
„Eg — eg hefi móður hans sjálfa fyrir mér“, ansaði
frúin.
„Eg þykist vita, að honum muni hafa litist á hana, eg
rengi það ekki, það Ieizt öllum á hana Veigu. En venju-
lega kemur nú samt sitt af hverju til greina, áður en úr
verði hjónaband. — Nú, og ráðherrafrú, segirðu. Hvern-
ig gengur það ekki á því sviðinu? Ráðherra í dag, kenn-
ari á morgun, innheimtumaður eða eitthvað þar fram
eftir götunum. Mér finst það ekki standa á stöðugu hjá
okkur, fremur en með frönsku ráðuneytin. — Og í
hvers umboði fer annars Sveinbjörg gamla með svona
fullyrðingar? Hefir ráðherrann sjálfur, sem nú er þó
kvæntur maður, hefir hann Iýst þessu yfir, eða hefir —“
„Sleppum nú öllum metingi um þessa hluti, góðurnar
mínar“, sagði konsúllinn. „En hitt hefi eg alt af sagt,
að eg hefi aldrei getað í þessu botnað hjá Sólveigu, mér
er það hulinn leyndardómur, fyrir hverju hún hefir
.gengist".
„Hann virðist vera fremur stutt kominn á þróunar-
brautinni; en vandaður maður held eg nú samt að Jón
sé“, sagði frú Jóhanna; hún var alvörugefin og hugs-
andi kona og hafði meðal annars gluggað talsvert í guð-
speki síðustu mánuðina.
„Vandaður, — heyrirðu það, kona? Hún er að segja,
hún Jóhanna, tengdadóttir okkar, að hann Jónsi hennar