Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 56
262
„Með tímans straumi".
IÐUNN
„Þú átt við þessa forstjórastöðu, góðin mín“, sagði
konsúllinn. ,,0g hún hangir rétt á hörmungartaug, skal
eg segja þér. Það má ekkert út af bera, til þess að stað-
an sú rjúki út í veður og vind“.
,,0g hvað tæki þá við?“ sagði frúin.
,,Ja, hvað tekur þá við, —1 væntanlega pakkhús-
mannsstaða eða eitthvað þessleiðis".
„Eg ansa því nú ekki. Ólíklegt er, að Sólveig yrði
látin lenda í neinum bágindum, þrátt fyrir — þrátt fyrir
ait“, sagði frúin, því ekki þurfti annað en eitt fjarstæðu-
kent gamanyrði til þess að henni rynni samstundis blóð-
ið til skyldunnar.
En hitt gægðist aftur þrásinnis fram á svona málþing-
um, að lítið mundi verða arðað upp á Jón Sæmundsson,
ef eitthvert atvik skyldi einhverju sinni geta greitt þau
sundur, eða dytti það til dæmis í frú Sólveigu Mjalldal
sjálfa að vilja rífa sig upp úr niðurlægingunni.
„Frú Sólveig Mjalldal“, þannig var hún ávalt nefnd,
og sjálf nefndi hún sig svo, — gerðist ekki Kolbeins-
dóttir og því síður Sæmundsson, heldur storkaði hún
öllum venjum og sté ekki feti lengra í þessa átt en hjú-
skaparheitið sjálft krafði. En það heit var þá, aftur á
móti, ekki slælega haldið, því að frú Sólveig var ein af
þessum traustu, heilsteyptu konum, sem eru allar og
óskiftar í fylgdinni.
Og árin liðu. Mörgum voru þau í heildinni úlfgrár
hversdagsleiki, sem ýrður var ýmis konar tilefnislitlum
stundarhörmum. En annað veifið gat þó blossað upp í
svip ofurlítil blaktandi gleði, sem ekki var alténd sprott-
in af miklu tilefni heldur.--------
En eftir fimm ára sambúð þeirra gerðist svo breyt-
ingin mikla: „Það tilkynnist hér með vinum og vanda-
mönnum nær og fjær, að dóttir okkar, systir, fóstur-