Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 57
IDUNN „Með tímans straumi“. 263
systir og mágkona, Sólveig Mjalldal, andaðist í gær“.
Svo kom runa af Mjalldölunum, konum þeirra, mönnum
þeirra og síðast nafn einnar fóstursystur hinnar látnu.
En hvar var Jón Sæmundsson? — Hvergi?
Jú, þegar betur var að gáð, fanst hann einn og sér
neðst á forsí'ðu blaðsins. Það var eins og ritstjórnin hefði
ekki haft brjóst í sér til að synja honum um rúm fyrir
þessar tvær línur, þótt þeim væri í raun og veru of-
aukið, úr því sem komið var.
Þá daga hófst hin jpriðja æfi Jóns Sæmundssonar, og
hann fann kaldan gust einstæðingsskaparins úr öllum
áttum. Ymsum hafði löngum þótt fremur lítið í hann
spunnið, en sjálfur fann hann þó þá, að hann hafði
hæfileikann til sorgar eins og aðrir menn.
En sárast bitu þó þessir hrímköldu næðingar hugans
í sambandi við útförina. — Þegar hann sneri sér til
prestsins, hafði hann til dæmis fastlega hugsað sér laug-
ardaginn.
Nei, það kom nú ekki til mála, jarðarförin var þegar
ákveðin á fimtudaginn, upplýsti presturmn hljóðlátlega.
Enda skifti þetta í sjálfu sér minna máli. — ,,En það er
aftur á móti húskveðjan, Jón forstjóri, það er hús-
kveðjan", sagði hann.
„Já, eg vil, — auðvitað vil eg láta halda fallega hús-
kveðju. Eða hvað — hvað eigið þér við?“ spurði Jón.
„Já, það stakk mig — eg get ekki neitað því — það
stakk mig dálítið óþægilega. En að hálfu leyti byggist
þetta vitanlega á því, að líkið verður flutt af sjúkra-
húsinu heim til tengdaföður yðar, en á hinn bóginn hlýt-
ur þetta þó að stafa af einhverjum misskilningi eða fljót-
færni, mig langar mest til að mega kalla það fljótfærni,
hugsunarleysi, eða eitthvað þess háttar, — þér fyrir-