Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 58
264
,Með tímans straumi“.
IÐUNX
gefið, forstjóri. — Húskveðjuna á nefnilega að halda
á heimili tengdaföður yðar“.
„Það tek eg alls ekki í mál“, sagði Jón og roðnaði
ákaflega, því nú hljóp honum kapp í kinn, á sinn máta
eins og þegar hann skildi fyrst, hvað augu Sólveigar
heitinnar áttu við. — „Nei, það tek eg ekki í mál, eg
heimta —“
„Nei, nei, í öllum bænum, forstjóri, okkur ríður á að
vera rólegir. — humm, — þurfum að meta allar að-
stæður rétt. En þér getið reitt yður á minn stuðning; þér
megið treysta því, að þetta langar mig mest af öllu til
að lempa, liðka, — vekja gagnkvæman skilning. Því
þarna, lítið þér á, þarna er rétturinn yðar megin, Jón
minn Sæmundsson“.
Presturinn var stakur heiðursmaður, sem eflaust naut
bæði trausts og virðingar mikils meiri hluta síns afar-
fjölmenna safnaðar. En þetta gat hann þó ekki lempað,
hvað feginn sem hann vildi. — Húskveðjan fór fram
frá Mjalldalshúsinu.
Og þann dag var stríðsmóðurinn runninn af Jóni Sæ-
mundssyni. Hann var gripinn einhverri kynlegri, bugandi
óframfærni; — hikaði, komst ekki að, sá ekki. Ef til
vill mætti komast svo að orði, að hann sæi flísina í
auga bróður síns, en gætti ekki bjálkans í sínu eigin
auga: Sjálfur átti Jón sem sé pípuhatt, sem hann leyfði
sér að nota við þetta tækifæri, jafnvel þó að það ork-
aði nokkurs tvímælis, hvort við ætti, — en honum fanst
sem hann sæi ekkert fyrir hinum stromphöttunum, lenti
aftarlega, sá aðeins glitta í hvíta, blómskreytta kistuna
annað veifið.
Flestir menn eiga einhverja óbærilega stund í lííi
sínu; þessi kyrri haustdagur var þyngsti dagur Jóns Sæ-
mundssonar. —