Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 59
IÐUNN „Með tímans straumi“. 265
Og nú fóru daufir tímar í hönd, gráir, þögiir, —
óskiljanlegir. Já, þannig horfði þetta nánast við Jóni,
hann greip það ekki, — ofurlítil rispa á mjallhvítri
hönd, því næst blóðeitrun og síðan endalokin. Hví var
verið að gabba menn á þennan hátt af máttarvöldunum,
hví var verið að lyfta manni til óumdreymdrar hamingju
og kubba síðan sundur haldreipin fyrirvaralaust ? Hon-
um var jafnan varnað skerpunnar í ályktunum, — hon-
um fanst þetta nánast „helmingi verra en ekki neitt“.
Þegar hann var kominn heim á kvöldin, sat hann oft
og starði tímunum saman á píanóið, en það var tilgangs-
laust, því steinshljóð var í þeirri áttinni nú og æfinlega
héðan af. Og stundum urðu þá minningarnar óviðráðan-
legar og hleyptu af stað þessum söltu, kynlegu vötnum
sorgarinnar, sem streyma af hvörmum, þegar mennirn-
ír mega sín ekki. — Hann var einstæðingur. En að öðru
leyti voru næstu mánuðirnir kyrrir, tíðindalitlir og und-
ur meinleysislegir á yfirborðinu.
Ekki átti tengdafólk Jóns óskilið mál, fjarri fór því.
Ein af mágkonum hans hélt enn í hönd með honum,
þrátt fyrir hvörfin miklu og þetta breiða djúp, sem nú
orðið skildi milli hans og Mjalldalanna; hún var ein af
systrum Sólveigar heitinnar og þremur árum eldri en
hún. Þær voru fremur ólíkar í sjón, þessi systirin ekki
nándar nærri jafn-fríð né fyrirmannleg og hin hafði ver-
ið. En hún var einkar mild og góðlátleg. Hún hafði
nokkurum sinnum boðið Jóni til kvöldverðar, eftir að
um skifti fyrir honum; og hún hafði meðal annars gefið
honum mynd af Sólveigu heitinni, fimtán ára gamalli.
Hann átti að vísu margar myndir af konu sinni, en þessa
hafði hann þó aldrei séð áður.
Og þessi mynd varð einhver mesti dýrgripurinn í eigu
hans, —— þarna var brosið öllu mildara og brúnin naum-