Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 62
268 „Með tímans straumi". IÐUNN
Þannig var það, til dæmis, fáum dögum eftir að hann
skilaði af sér gjaldkeranum og vélritunarstúlkunni, að
þá fór hann eitt sinn að hitta sinn gamla húsbónda,
kaupmanninn góða. Og þann daginn fanst honum eng-
inn hlutur eðlilegri en þetta: að hverfa heim aftur, eins
og að entri heiðbjartri, yndislegri ferð í sumarleyfinu.
En það fór líkt og fyrri daginn: Kaupmanninum þótti
þetta „ákaflega leiðinlegt“, en það var að eins ekki
hægt. — Nú var nefnilega Gvendur, til allrar bölvun-
ar, kominn í skarðið innan disks. Gvendur, sko, sem ver-
íð hafði sendisveinn í gamla daga, því æskan tognaði
og spjaraði sig og lífið pjakkaði þetta áfram. — —
Skriftir, hvað? Því síður skriftir. Hann vildi vera full-
komlega hremskilinn og segja Jóni það, alveg eins og
var, að hvað sem forstjórareynslunni liði, þá treysti
hann honum ekki til skrifta eða neinna meiri háttar út-
reikninga, þar sem engu mátti muna.----------Hann þekti
nú sem sé alt sitt heimafólk, þekti bæjarstjórnina, —
verðleikar á þeim bæ? Réðu verðleikar í slíkum veit-
ingum, eða kom sérþekkingin til greina? — Lítið til
stjörnufræðingsins. Hvaðan kom honum makt eða mynd-
ugleiki til yfirsýnar með fiskiríi, — hvað þá? Hitt var
annað mál, að systir mannsins var að sögn trúlofuð
kjörsyni eins höfuð-valdhafans. — Það var alt og sumt.
En kaupmaðurinn bauð vindil, og honum þótti þetta
„sem sagt ákaflega leiðinlegt", en því varð að eins ekki
komið við.
Neitun um —? — Jón Sæmundsson hrökk í kuðung
við tilhugsunina, þegar hann sprangaði reykjandi út frá
kaupmanninum. — Neitun um þrældóm? — Eða —?
Ö-nei, naumast þrældóm, að sönnu, en neitun um þjón-
ustusamlegt, einfalt innanbúðarstarf, það var aftur á
móti staðreynd. Og hann fákk svipaðar synjanir þrá-