Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 66
.272
Maxim Gorki.
IÐUNN
sem lék á hljóðfæri og drakk. Þrátt fyrir aðvaranir föð-
ur síns, slóst hún í för með honum til Moskva. Þar and-
aðist hún skömmu síðar, yfirgefin, friðlaus og vansæl.
Barnið, sem hún hafði borið undir brjósti á meðan
ástarvíman gæddi dagana töfrum, óx upp hjá móður-
afa sínum, kyndugum gömlum grútarháleist og aurasál,
sem fór illa með drenginn og barði hann. En svo rak að
því, að karlinn flosnaði upp, og strákurinn varð nú að
fara að bjarga sér á eigin spýtur. Fyrst varð hann sendi-
sveinn hjá skókaupmanni, svo þjónn hjá teiknara, þá
lærlingur hjá myndskera, síðan matsveinn á gufuskipi
á Volgu og hafnaði að lokum hjá kökugerðarmanni í
Kasan. Þar þyrmdi svo yfir hann af lífsleiða og áhyggj-
um, að hann haustið 1888 setti skammbyssu fyrir brjóst
sér og hleypti af. Skotið lenti í öðru lunganu. Að lok-
inni hæfilegri sjúkravist tók ungi maðurinn sig saman í
andlitinu og byrjaði nýtt líf sem eplasali. Skömmu síðar
er hann þó hættur við það og orðinn járnbrautarvörður
í Tsaritsin. Hann dreymdi um hamingju og hetjudáðir,
en varð að eyða dögum sínum í að gæta þess, að flakk-
andi kósakkar stælu ekki teppum, mjölsekkjum eða við-
arplönkum. Hann las Heine og Shakespeare, og í skáld-
skapnum opnaðist honum ný veröld, fögur og dýrðleg,
og gerði honum umhverfið og örlögin hálfu óbærilegri
en áður. Svo strauk hann frá stöðvarkrílinu á gresjunni
og gerðist flakkari, stundaði í ígripum eyrarvinnu í
Odessa eða annað, sem fyrir féll, átti illa æfi og hafði
hvorki í sig né á. Um eitt skeið gerðist hann bjórekill í
fæðingarborg sinni. Þar kom lögmaður einn, Lanin að
nafni, auga á hann og réði hann á skrifstofu sína. Það
leit út fyrir, að Rússland myndi auðgast að einni skrif-
stofurottu í viðbót. Af því varð þó ekki. Ungi maður-
inn Ienti í ástamálum, hafði ekki heppnina með sér og