Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 67
IÐUNN
Maxim Gorki.
273
flæmdist aftur út á flökkustiginn. Frjáls eins og fugl á
sumardegi, en alt annað en ánægður, flakkaði hann nú
um hið víðlenda, heilaga, skitna og lúsuga Rússland.
í klausturgarði nálægt Charkow átti hann heillar nætur
viðtal við hinn fræga guðsmann, Jóhannes frá Kron-
stadt. í Kaukasus, þar sem hin stórfenglega náttúra
markaði hug hans ómáanlegum rúnum, var hann eitt
sinn viðstaddur aftöku þriggja ræningja. Oðru sinni
rakst hann inn í afskekt sveitaþorp, þar sem bændurnir
voru á opinberum mannfundi að hýða kvensnift, sem
haldið hafði fram hjá manni sínum. Þar hóf hann mót-
mæli, með þeim afleiðingum, að hann var sjálfur lúbar-
inn. Eftir þriggja ára flakk og margvísleg æfintýri skýt-
ur honum enn einu sinni upp í Nischni Nowgorod •— í
hvítri blússu með stönguðum kraga, með sítt hár, breitt
andlit, í slagkápu, með barðastóran hatt og göngustaf.
Þetta var ungur maður, logandi af formlausri ást á líf-
inu, fullur af óljósum, uppreistarkendum draumum,
óendanlega forvitinn og fróðleiksgjarn, heilabrotamað-
ur, mannvinur, villikvistur á lífsins tré, sjálfgerður mað-
ur, sem fer sínar eigin götur. Nú biður hann ástmeyjar
sinnar frá fyrri dögum, hverrar mynd hann hafði varð-
veitt í sínu trygga hjarta, og fær já. Allshugar feginn
flytur hann með brúði sína í ofurlítið autt baðhús í ein-
um trjágarði borgarinnar. Og nú tekur hann að skrifa.
Hann eignast ráðhollan og ósíngjarnan vin í skáldinu
Wladimir Korolenko, sem hjálpaði honum til að koma
út fyrstu ritsmíðunum og kom honum síðar að róttæku
tímariti í Samara. Þá var þegar slitnað upp úr hjóna-
bandinu. Unga konan reyndist léttlynd og lífsglöð, dað-
urgjörn og tannhvöss. Léttúð hennar fékk mjög á hinn
djúplynda, alvörugefna mann og særði hans einlægu,
gruflandi sál. Þau áttu ekki samflot. En dvölin í Samara
IÐUNN XIX 18