Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 68
274
Maxim Gorki.
IÐUNN
færði unga skáldinu náin kynni af rússneska smábænum
með öllum hans skuggahliðum. A þessum árum skrifaði
hann hverja söguna af annari — þessar sögur, sem á
skömmum tíma gerðu gervinafnið Maxim Gorki frægt
um víða veröld.
„Makar Tschudra” er rómantísk sígaunasaga um ást-
ir og daúSa. „Isergel gamla“ segir frá gamalli konu af
alþýðustétt, sem situr og segir frá liðnum ástaræfintýr-
um sínum. Hvað væri lífið án ástar, karl minn! Augu
gömlu konunnar tindra við endurminninguna um alla þá
menn, sem endur fyrir löngu hvíldu í örmum hennar.
Þessar endurminningar slétta úr ellihrukkunum um stund
og láta hana gleyma eymd sinni og dauðanum, sem nálg-
ast. Hún talar um þá daga, er hún var björt eins og
sólin og ilmandi eins og rós, þegar hún gat dansað lið-
langa nóttina án þess að finna til þreytu, þegar karl-
mennirnir styttu sér aldur af þrá eftir að faðma hana,
þegar hún gat elskað, elskað heitt og hamslaust, en líka
fórnað öllu fyrir vininn sinn. — í sögunni „Boles“ segir
Gorki aftur á móti frá ósjálegri vændiskonu, sem skrif-
ar innileg ástarbréf til ímyndaðs elskhuga til þess að fá
að minsta kosti í huganum að njóta yls ástarinnar. Það
er saga, sem ber hjartalagi höfundarins hið fegursta
vitni. í „Haustnótt“ *) segir frá flækingi, sem dvelst
eina dapurlega regnnótt undir bát á hvolfi með heimilis-
lausri stúlkukind, sem hann hefir staðið að innbroti í
afskekta búðarholu til þess að ná sér í eitthvað ætilegt.
Frá þessari smásögu leggur undarlega, klökka stemn-
ingu umkomuleysis, ástarþrár, einstæðingsskapar og
meðaumkunar — stemningu, sem er í ætt við sorg á
*) Kom í íslenzkri þýðingu í Litla tímaritinu fyrir nokkr-
um árum. Þ ý ð.