Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 70
276
Maxim Gorki.
IÐUNN
ar og vinarins heilbrigcSa, á meðan maSurinn hennar
berst við dauðann og rausar í óráði. — ,,Malwa“,*)
sem einnig er lýtalaust snildarverk, segir frá konu með
sægræn augu, dularfullri eins og hafið, og hvernig elsk-
hugi hennar, roskinn strandvörður, lendir í illindum út
af henni við sinn eigin son, einfaldan sveitapilt, nýslopp-
inn að heiman. Með köldu blóði æsir hun þá hvorn upp
á móti öðrum til þess að hefna sín á föðurnum, sem
einu sinni hefir orðið skapfátt við hana og slegið hana.
Óljós og ófullnægð hamingju- og frelsisþrá bærist henni
í brjósti og lætur hana festa ást á landeyðunni Sergiusi,
af því að hann gefur fjandann í alt, er kærulaus og lifir
eftir sínu höfði. Sjálf er hún ekki annað en vanvirt og
skefjalaus smábæjar-daðurdrós, en persónan er mótuð
af eðlisbundnum, lífsþyrstum skynjanleik, sem getur ekki
annað en heillað lesendurna.
Sergius? Að baki þessarar persónu eygjum vér her-
skara af flakkandi heimspekingum, fylliröftum og leppa-
lúðum í hinum fyrri ritum Gorkis. Sumir eru þeir ein-
kennilega hugmeyrir og hjartagóðir, eins og hinn þung-
lyndi bakarasveinn Konowalow í samnefndri sögu **) eða
hinn ógleymanlegi höfuðsmaður Kuwalda, með sitt gisti-
hús fyrir umkomulausa mannræfla. Aðrir hafa glatað allri
trú á lífið og horfa á brölt mannskepnanna fullir spotts
og kaldhæðni. Einn þeirra er Tjelkasch, gamall refur og
þjófur úr skúmaskotum stórborgarinnar, sem af ráðnum
hundingjahætti ginnir auðtrúa og saklausan sveitapilt
með sér í þjófnaðarleiðangur. Sennan á sjávarströnd-
inni, þar sem þeir berjast um þýfið, er ógleymanleg list.
*) Þýdd á íslenzku af Jóni Pálssyni frá Hlíð, sjá Maxim
Gorki: SÖGUR. Eeykjavík 1935. Þ ý ð.
**) íslenzk þýðing eftir Jón Pólsson, sjá sömu bók. Þ ý ð.