Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 71
IÐUNN
Maxim Gorki.
277
Af sömu steypu er Promtow í sögunni ,,Pílagrímurinn“,*)
sem lýgur bændurna í sveitaþorpunum fulla, hvar sem
hann kemur, boÖar þeim betri tíma, réttláta skiftingu jarð-
arinnar og önnur máttarverk, einungis til þess að geta
skemt sér yfir gapandi undrun þeirra, einfeldni og aula-
skap. Hann fyrirlítur alt, sem á jörðu skríður. Hann er
sá andi, er ávalt þrjózkast. — En eitt hafa þeir allir
sameiginlegt, þessir hrakhólamenn Gorkis: þeir eru að
vissu leyti frjálsir. Þeir lúta ekki neinu ytra valdi, þeir
kæra sig kollótta um þá hræsnikendu kurteisi og auð-
mýkt, sem einkennir sveitaþorpin, þeir hata agann og
barsmíðarnar, sem ríkir á stórgóssunum og á heimilum
alþýðunnar, þeir hata siðleysi hinna rússnesku þorpa og
borga, óþrifnaðinn og eymdina. Þeir hafa sagt sig úr
samfélaginu og þannig brotið hlekki sína. Berfætlingar
Gorkis og lassarónar eru nokkurs konar nýtízkumíð upp
úr hinum göfuglyndu ræningjum reyfaranna gömlu.
Þessir utangáttamenn og leppalúðar eru á vissan hátt
sannir menn og fullkomnir. Þeir taka hvers konar mót-
læti með róu geði. Þeir eru byronskir spekingar í tötr-
um. En það, sem gerir örlög þeirra svo raunaleg, er, að
þeir hafa einskis að vænta og ekkert markmið með lífi
sínu. Gegnum berfætlinga sína gefur Gorki tjáningu hin-
um óljósu, formlausu, anarkistisku byltingarhvötum, sem
ólguðu undir yfirborðinu í Rússlandi undir lok 19. aldar,
þegar bændurnir höfðu verið leystir úr átthagafjötrun-
um, vinnuaflið gerðist hreyfanlegt, en var áður stað-
bundið, stóriðjan færðist í aukana og neyðin fór vax-
andi æ því meir sem keisarastjórnin — og seinna frjáls-
lyndið — sýndi greinilegar vanmátt sinn.
Kyrstöðumollan, útkjálkabragurinn, hinn menningar-
*) íslenzk þýðing eftir Jón Pálsson, sjá sömu bók. Þ ý ð.