Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 72
278
Maxim Gorki.
IÐUNN
legi eftirleguháttur og andlegi kyrkingur í þjóðinni á
þessum árum, þegar sjálfsmorðunum fór fjölgandi við
háskólana, Tolstoj boðaði hina kristilegu uppgjöf um að
bjóða hina kinnina og afneita heiminum og holdinu, en
Anton Tchekow reit sínar listrænu og bölsýnu smásögur
— alt þetta menningarhallæri fann tjáningu hjá Maxim
Gorki í óslökkvandi hatri á smábænum og smáborgara-
hættinum. ,,Frá hverju fyrirbæri leggur grákaldan, drep-
andi leiða“. Verkamaðurinn Tsyganok „stelur út úr leið-
indum“. Kona ein tekur upp á því að selja sig, af því
„leiðindin hafa gert út af við blygðunarkend hennar“.
Mennirnir lemja konur sínar, börnum er misþyrmt, áfeng-
ið eitrar heimilin. Þegar borgararnir leggjast til svefns,
eftir enn einn dag lifaðan f löstum og lygi, „gera þeir guð
leiðan á bænakvabbi sínu“. Alt endurtekur sig. „Maður
fæðist, kvongast, getur börn, deyr. Eldsvoðar, innbrot,
morð. Á einum stað er slegið upp hringleikatjaldi. Á öðr-
um farið í skrúðgöngu. Kona strýkur frá manni sínum.
Fyllibyttur slást. Kolum er ekið í hauga. Gúrkur salt-
aðar. Spilað um peninga“. — Berfætlinga-rómantík
Gorkis sprettur af óbeit hans á borgaralegu lífi smábæj-
arins. Hún er tjáning þrárinnar eftir fegurra, frjálsara,
mikillátara lífi, en vegna aðstæðnanna og persónulegrar
reynslu skáldsins hlaut hún að koma fram í einmitt þessu
formi. En eftir því sem hinn rússneska verkamanna-
hreyfing tekur á sig skipulegri mynd, hverfur Gorki meir
og meir frá dýrkun sinni á leppalúðunum og fer að gefa
félagslegri og einstaklingslegri andófshneigð sinni raun-
hæfari og markvísari tjáningu. Hin anarkistiska ber-
fætlinga-rómantík var að eins áfangi á leið hans. Bæk-
urnar „Orlows-hjónin“ (1897), „Kain og Artem“
(1899), „Þrjár manneskjur" (1900), „Stormfugl“
(1901) og „Næturhælið“ (1902) sýna oss mismunandi