Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 73
IÐUNN
Maxim Gorki.
279
stig þessa þroskaferils. í síðastnefndu samfélagsdrama
gerir hann upp reikning þeirra, sem heltast úr lest stétt-
ar sinnar. Þar er öll rómantísk fágun horfin, en vér heyr-
um raddirnar aS ne'ðan, frá undirdjúpum lífsins, þar sem
ekkert er annaÖ en skarn og myrkur. SkáldicS er hin
sannsögla raust lífsins, hið nístandi neyðaróp allra þeirra,
er dveljast í djúpunum og þjást, en hafa sent hann upp
á yfirborðið til þess að vitna um eymd þeirra. ,,Það
segir sig sjálft, að eg hefi aldrei hvatt neinn til að ger-
ast berfætlingur“, segir Gorki í bréfi frá síðari árum.
„Mér eru þeir menn kærir — og hafa ávalt verið — sem
eitthvað hafast að, eru virkir og skoða lífið sem kostu-
lega eign og reyna að einhverju leyti að gera það enn
dýrmætara, þó ekki sé með öðru en að láta sig dreyma
um fegurra líf. Rússneski berfætlingurinn er langtum
hryllilegra fyrirbæri en mér hefir tekist að lýsa. Hann
er hryllilegt fyrirbæri vegna þess, að hann á enga von,
vegna þess, að hann afneitar sjálfum sér og hefir sagt
sig úr lögum við lífið“.
Þegar á árinu 1901 hyllir skáldið hina byltingarsinn-
uðu verkamannahreyfingu í kvæðinu um stormsvöluna.
Stormurinn er byltingin, sem koma skal. Stormsvalan er
brjóstfylking alþýðunnar:
Vér syngjum lof fífldirfsku hinna djörfu.
í fífldirfsku þeirra felst sigurvissa lífsins.
Sá tími mun koma, er heitir dropar
af blóði svölunnar snarka sem neistar
í myrkri lifsins og tendra eldinn
í ótal brjóstum, sem hungra og þyrsta
af heitum hug eftir ljósi og frelsi.
Hinir pólitísku atburðir drógu meir og meir að sér at-
hygli Gorkis. Hann mótmælti opinberlega 1901, þegar
lögreglan í Kiew misþyrmdi stúdentum á kröfugöngu.