Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 77
IÐUNN
Maxim Gorki.
283
Gorki acS sæta skarpri gagnrýni, er leit á bækur þessar
sem fráfall, afturhvarf til anddrægrar duluðar. Rúss-
neski rithöfundurinn Plechanow skrifa'Öi á þá leiÖ, aÖ
verkalýðnum væri ekkert gagn unnið meÖ því að vefja
félagsleg fyrirbæri inn í þokumökk trúarlegra stemninga,
og Lenin skrifaði skáldinu bréf, sem lýsti bæði gremju
og áhyggjum. Þetta hliðarspor á rithöfundarferli Gorkis
er annars allrar athygli vert og sýnir oss að eins enn
einn þátt í skapgerð þessa merkilega manns. í skáldskap
hans, einkum framan af æfinni, hljómar annað veifið
strengur trúarinnar og trúgirninnar, einfaldur og bernsk-
ur. Hin þrásækna dýrkun hans á manninum að baki
mannræflanna og á lífinu sjálfu, þrátt fyrir raunir og
þjáningar einstaklinganna, en helgi þess, dýrð og feg-
urð þreytist hann aldrei á að boða — alt vitnar þetta í
raun og veru um hneigð hans til trúarlegrar afstöðu gagn-
vart tilverunni — afstöðu, sem auðveldlega falsar mönn-
unum veruleikann. Næstu bók Gorkis, smásagnasafn frá
1912, einkennir líka draumkend samlíðan og innfjálg
lífshrifning. í þessum undurfögru smásögum lýsir Gorki
sigursælu starfi mannsins á þessari jörð, brjóstgæðum
hinnar óbrotnu alþýðu, mitt í raunum hennar og sorg-
um, undramætti lífsviljans með manninum og fegurð
náttúrunnar — hafsins, fjallanna, himinsins, skóganna.
Þessi bók er skrifuð á eynni Capri, en þar dvaldist Gorki
árum saman, og hið suðræna sólskin og mjúkbláu öld-
ur Miðjarðarhafsins marka svip sinn á hana.
í desembermánuði 1913, þegar zarinn í tilefni af þrjú
hundruð ára ríkisafmæli Rómanofanna ákvað sakarupp-
gjöf til handa pólitískum landflóttamönnum, hvarf Gorki
aftur til Rússlands. Með æfiminningum sínum: „Bernska
mín“ (1914) og „Meðal ókunnugra“ (1918), skapaði
hann bókmentaleg meistaraverk, sem enginn hefir leikið