Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 78
284
Maxim Gorki.
IÐUNN
eftir og unnu honum frægð og ástsældir um víða ver-
öld. „Rússneskir Iesendur höfðu vanist alt annars konar
æfiminninga-bókmentum en þeim, er Gorki ritar af svo
frábærri snild“, skrifar V. Pozner í „Rússneskar bók-
mentir“, „hvort sem vér lítum á „Bernskuár sonarsonar
Bagrovs“ eftir Aksakow, „Oblomow" eftir Gontcharov
eða „Bernska“ og „Æska“ eftir Tolstoj. Þegar rússnesk-
ir rithöfundar fyr á tímum tóku sér fyrir hendur að lyfta
hulunni af bernskuárum sínum, var ávalt um að ræða
persónu, sem lifði í öryggi og undir annara vernd. Því
er það, að raunir þeirra og andstreymi á þessum árum
vaxa höfundunum í augum og verða ýkjuborin, sakir
skorts á innsýn og samanburði við kjör alþýðunnar.
Einkennandi í þessu falli er sú þungbæra óhamingja,
sem Nikolenka Irteniev ratar í í skáldsögu Tolstojs:
Hann ætlar á dansleik, en á enga hvíta hanzka“. Gorki
aftur á móti fékk þegar á barnsaldri að reyna kjör und-
irstéttanna. „Bernskuna ljúfu“, sem fyr og síðar hefir
orðið tilefni væminnar og ógeðslegrar orðaslepju, hafði
hann aldrei þekt. Aftur á móti komst hann snemma í
kynni við örbirgð og þjáningar; sjálfur lúbarinn lærði
hann ungur að hata þá, sem slá, og taka svari þeirra,
sem á einn eða annan veg er misþyrmt; sjálfur píndur
innvígðist hann í leyndardóma samlíðanar og mannúð-
ar; í óupplýstu og fáfróðu umhverfi lærði hann að skilja
lausnarmátt þekkingarinnar, og fyrir eigið strit öðlaðist
hann dómgreind á gildi vinnunnar og varð það ljóst, að
peningurinn, fjármagnið er f sjálfu sér ófrjótt, getur
ekkert framleitt og ekkert skapað. Af fullu hispursleysi
og hreinskilni leiðir hann oss við hönd sér eftir öllum
refilstigum æsku sinnar og gerir oss að þátttakendum í
ósigrum sínum og volæði, án þess að draga nokkuð
undan. En upp af þeim fúlu fenjum örbirgðar og lasta,