Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 82
288
Maxim Gorki.
IÐUNN
fráfallni svikari, er selur hugsjón sína eins og hverja
aðra vöru.
Lýtalaust snildarverk er næsta bók Gorkis, skáldsag-
an „Afrek Artamanows-ættarinnar“ (1925). Bókin rek-
ur örlagaferil borgaraættar einnar gegnum þrjá liðu og
er ætlað að vera eins konar þverskurðarmynd af þró-
un borgarastéttarinnar í Rússlandi. Hraustbygður og rið-
vaxinn bóndi ræðst í að reisa klæðaverksmiðju. Hann
og félagar hans eru nýleystir af átthagabandinu. „Nú
hefir zarinn, herra okkar allra, gefið okkur frelsið“,
segir hann íbygginn. „En nú er spurningin: Hver er
meiningin með því? Ekki einni sauðkind er sleppt úr
girðingunni án þess eitthvað sé meint með því, og hér
er alt í einu heil þjóð, miljónir, gefin frjáls. Það þýðir
svo mikið sem, að það er lítið að hafa framar af höfð-
ingjunum; þeir eyða öllu, sem þeir afla. Georgi fursti
sá þetta þegar löngu áður en okkur var gefið frelsi, því
hann sagði við mig sem svo: Vinna í ánauð gefur lítið
í aðra hönd. Og nú er okkur trúað til að vinna af frjáls-
um vilja. . . . Nú á hver og einn að sýna, hvað hann
dugar. Aðallinn er að fara á hausinn, og nú erum við
aðalsmenn, skiljið þið það! “ — Með járndugnaði rek-
ur hann verksmiðju sína og færir stöðugt út kvíarnar.
Fólkið streymir til úr sveitaþorpunum, ungt fólk og dug-
andi, og hann umgengst það eins og jafningja. Hann er
grjótpáll hinn mesti, kvennamaður með fádæmum, hlað-
inn þrótti og lífslyst.
Sonur hans, Pjotr að nafni, er skorinn í minna brot.
Hann er gamaldags þumbari, sem vinnur verk sitt eins
og vél. Kona hans er af sömu steypu; hún annast heim-
ilisstörfin og krýpur frammi fyrir húsdýrlingnum á hverju
kvöldi og biður til guðs, að hann gefi henni marga sonu,
áður en hún skríður upp í til bónda síns. Að eins einu