Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 83
IÐUNN
Maxim Gorki.
289
sinni hrekkur Pjotr af hjörunum. Þá er hann staddur í
Nischni Nowgorod, nýbúinn að reka son sinn af heimil-
inu. Kvöld eitt fær hann að sjá víðkunna daðurdrós
dansa nakta uppi á borði, og svo hafnar hann hjá vænd-
iskonum bæjarins á öskrandi fylliríi, sem varir vikuna
út. Af bræðrum hans tveim er annar kryplingur, sem
ber leynda ást til mágkonu sinnar og reynir út úr því að
fyrirfara sér, gerist síðan munkur og eyðir nú dögum
sínum í að biðja fyrir sálum sinna ríku frænda. Hinn
bróðirinn er glæsimenni, en að öðru leyti forskrúfaður
náungi, með róttækar skoðanir. Hann er tengiliðurinn
við þriðju kynslóðina, þar sem Pjotr lifir og hrærist í af-
dönkuðum hugmyndaheimi, skilur hvorki tímann né
mennina og dregst aftur úr.
Á dögum Pjotrs brestur að fullu hið upphaflega fjöl-
skylduband á milli verkamannanna, sem þegar í öðr-
um ættlið eru teknir að úrkynjast, annars vegar og
verksmiðjueigendanna, sem verða æ ríkari, hins vegar.
Vefnaðarverksmiðjan er orðin að helvíti, þar sem reim-
ar og hjól ákveða vinnuhraðann, loftið er kæfandi og
vinnuorkunni, lífi og heilsu fólksins er sólundað gegnd-
arlaust. Þetta versnar þó enn undir stjórn sona hans.
Einn þeirra gerist að vísu sósíalisti, en er rekinn að heim-
an með harðneskju. Faðirinn iðrast að sönnu þessa
verknaðar, en er of stórlátur og þrár til þess að stíga
fyrsta sporið til sátta. Sá, sem tekur við verksmiðjunni,
er efasjúkur dáðleysingi, sem ekki kærir sig um annað
en frumstæðustu nautnir lífsins. Það eina, sem raskar
ró hans, er hinn duldi ótti við verkalýðinn — ótti, sem
hann þó tæplega gerir sér grein fyrir. í lok bókarinnar
liggur Pjotr á banasænginni, níræður að aldri, og veit
hvorki í þenna heim né annan. Byltingin geisar, verka-
mennirnir hafa hús hans á valdi sínu, en við rúmstokk
19
IÐUNN XIX