Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 84
290
Maxim Gorki.
IÐUNN
húsbónda síns situr hinn æfagamli þjónn ættarinnar,
Tichon, forneskjulegur eins og genginn úr haugi. Hann
hefir fylgst með uppgangi ættarinnar, verið vitni að af-
brotum hennar og skelfingum þeim, er hún hefir valdið,
og nú muldrar hann ofan í skegg sér: „Þið eruð svik-
arar. Þið hafið lifað á lygum og klækjum. Það sér mað-
ur nú. Það er búið að fletta ofan af ykkur, búið að af-
klæða ykkur . .
Það er ekki unt að gefa neina hugmynd um þá mátt-
ugu snild, sem lögð er í lýsinguna á andlegri þróun Rúss-
lands á tímabili því, er bókin f jallar um. En enn þá dýpra
og fastar hefir Gorki viljað draga þessar línur í síðustu
skáldsögu sinni, geysimiklu ritverki, sem þegar eru kom-
in af tvö bindi, hvort um 800 blaðsíður að stærð. Sá
djúpi skilningur og sú afhjúpandi birta, sem hér er brugð-
ið yfir hugsunarhátt og lífsviðhorf hinnar frjálslyndu
borgarastéttar, vitnar sterkt um það, að hinn gamli
meistari er enn eitt af stórbrotnustu skáldum heimsins.
Meðal annars sýnir hann oss, hvernig ímyndað raunsæi
þessara stétta er ekki annað en blekking. Það er eins og
þær lifi og andi í þyntu lofti, að hálfu utan við veruleik-
ann, en þetta er óumflýjanleg afleiðing þess að lifa á
annara vinnu. Hann sýnir oss einnig, hvernig margir
hinna beztu manna hlaupa af sporinu og hafna í hund-
ingjahætti (cynism). Enn sýnir hann, hvernig ástalífið
er ófrjálst, bælt og samræmissnautt, þrátt fyrir alt and-
ófið gegn úreltum siðaboðum, hvernig lífsgleðin flýr,
en dulúðin grær eins og sveppur á haugi, hvernig menn-
irnir flækja sig inn í ófrjóar stælur um bókmentir, heim-
speki eða stjórnmál, þangað til þeir vita hvorki upp né
niður. — Fyrsta bindi þessa mikla sagnabálks, „Ahorf-
endurnir“ (1930), endar á þeim voðalegu atburðum,
sem urðu við krýningu síðasta keisarans í Rússlandi,