Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 87
IÐUNN
Hljóðið.
293
En í þetta skifti varð mér samt ekki svefnsamt; mér
kom ekki dúr á auga allan tímann, sem eg var í lest-
inni, en það voru utan að komandi áhrif, sem réðu því.
Þegar lestin var runnin af stað og hið notalega nöldur
vagnhjólanna byrjaS, kom vingjarnlegi brautarþjónn-
inn aftur inn í klefann minn og baS mig afsökunar á
því, að hann yrÖi aS láta annan mann inn til mín, sakir
rúmleysis. Eg gat vitanlega ekkert við því sagt, sneri
mér bara til veggjar og bjóst til svefns. Eg heyrði, acS
klefanautur minn var að búa um sig á sætunum hinum
megin í klefanum; svo varð alt hljótt um stund, nema
hið svæfandi gnöldur vélar og hjóla. En alt í einu heyri
eg, aÖ maðurinn sprettur á fætur og hrópar:
— Eg er á hollenzkri grund, hér verÖur mér ekkert
gert.
Eg forÖacSist að líta við, því eg vildi ekki vera að
blanda mér í málefni strokufanga, eins og eg ályktaði
að þessi félagi minn mundi vera. En hann virtist ekki
ánægður með hlutleysi mitt:
— Ekki satt? Hér hafa þýzk yfirvöld ekkert að segja,
eg er í ókunnu landi — frjáls maður.
Eg þrjóskaðist enn við að taka þátt í hugleiðingum
hans, en hann lét mig ekki í friði. Alt í einu þreif hann
í öxlina á mér og velti mér til hálfs við í bekknum. Eg
ætlaði að fara að hreyta úr mér skömmum og ógna hon-
um með brautarþjóninum; en þegar eg sá manninn,
þótti mér ráðlegast að tala eins og hann vildi heyra, því
eg þóttist sjá, að hann væri bandvitlaus, brjálaður var
hann að minsta kosti. Hann var ekki mjög hár vexti og
búkurinn undarlega sívalur, svart hár, sem sýnilega var
smurt þykkri hárfeiti daglega og hékk í trefjum niður
undir augun, sem glóðu eins og maurildi, hendurnar báru
vott um vandlega hirðingu, þó þær væru nú óhreinar,