Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 89
IÐUNN
Hljóðið.
295
ar sé vi'ðstaddur, en þá hefir það ekkert gildi, að hann
hefir heyrt það.
— Eg heyrði það heldur ekki hér í fyrsta skifti, svar-
aði hann ákafur, en eg held áfram að heyra það — það
hættir aldrei.
Hann hefir myrt kærustuna sína, hugsaði eg, og taug-
arnar bilað, þegar hann heyrði dauðaóp hennar. Það er
bezt að reyna það á honum: — Það er samvizkan, sem
slær yður.
— Samvizka ? Haldið þér, að eg hafi samvizku af því
að hafa drepið þetta illþýði?
Þetta var betra. Hann játaði á sig glæp, og eg gat því
hæglega orðið laus við hann með því að skýra frá því
og neita að vera í sama klefa og uppvís morðingi. Eg
reis á fætur og ætlaði fram í því skyni að ná í þjón-
inn. En förunautur minn gekk fyrir dyrnar og sagði
háðslega:
— Aður en þér farið, ætla eg að láta yður vita það,
að í fyrsta lagi getið þér ekkert á mig sannað og í öðru
lagi er ekki hægt að refsa mér í Hollandi fyrir glæp, sem
eg drýgði í Þýzkalandi.
— Eg er ekkert að hugsa um að láta refsa yður, mér
er sama, þó þér drepið alla þá Þjóðverja, sem þér kom-
ist yfir, eg á ekkert í þeim, en eg vil hafa svefnfrið,
þess vegna ætla eg að láta útvega yður annan klefa, þar
sem þér getið verið einn með yðar andstyggilegu morð-
hljóð.
— í guðs bænum gerið þér það ekki, bað hann og
rétti fram hendurnar eins og hann væri á leiksviði, látið
mig ekki vera einan, hafið þér enga mannúð? Gerið
mig ekki vitskertan, eg á það ekki skilið, þó eg ynni
þetta verk ósjálfrátt. Eg vona, að þetta líði hjá, þegar
eg hefi um stund verið með mönnum og jafnað mig. Eg