Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 91
IÐUNN
Hljóðið.
297
þér eruð búnir að hafa af mér svefn og eg hefi haft
fyrir því að ná yður í hressingu, verðið þér að segja
mér alt afdráttarlaust.
Hann horfði á mig bæði raunalegur og kankvís í senn:
— Þér haldið kannski, herra minn, að það sé einkar
auðvelt að segja öðrum manni frá glæpum sfnum. Það
kann að vera, að morðingja, sem skortir andlegt þrek
til þess að þola afleiðingar verka sinna, létti við það að
útausa hjarta sínu fyrir rannsóknardómaranum, en það
er af því hann er siðlaus aumingi, sem væntir með-
aumkunar og vægari refsingar. En að játa glæpi sína
fyrir mentuðum manni, án þess að vera neyddur til þess,
skýra fyrir honum hin sálrænu rök og sögulega afstöðu,
svo honum auðnist að skilja eðli glæpsins og viðhorf
glæpamannsins, það er ekki á hvers manns færi. Eg á
ekki við þá skýringu, sem lögfræðilegur verjandi saka-
manna gerir fyrir réttinum til þess að draga fram ein-
hverjar hæpnar afsakanir eða strá sandi í augu dómar-
ans, heldur skýringu frá hrein-heimspekilegu sjónarmiði.
Til þess að vera fyllilega fær um að drepa mann, þarf
góða mentun og um fram alt fullkomna skapgerð. Vera
fær um að velja og hafna rétt, svo maður sjái ekki eft-
ir neinu: Quidquid agis, prudenter agas et respice finem,
sögðu Rómverjar. Flesta morðingja vantar skapfestu,
drepa í ósjálfræði og kveljast síðan af samvizkubiti.
Að myrða er eins og að taka einhverja mikilsverða á-
kvörðun, til dæmis að hætta áfengísnautn. Menn verða
að þekkja sjálfa sig til þess að vita, hvort þeir eru færir
um að standa við ákvörðunina, vinna bug á ástríðunni
og þola þær þrautir, sem því eru samfara.
Mér fór ekki að verða um sel og dauðsá eftir að hafa
útvegað honum þetta koníak, því það var auðheyrt, að
hann varð vitlausari með hverjum sopa, sem hann drakk.