Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 92
298
HljóÖið.
IÐUNN
— Svo við tökum mitt tilfelli, hélt hann áfram, jpeg-
ar hann var búinn að staupa sig, þá var eg fyrir fram
viss um, að eg mundi ekki iðrast eftir neinu. Eg er skóla-
genginn maður með heilbrigða skapgerð, nám mitt var
læknisfræði og guðfræði, svo eg skildi til fulls báðar
hliðarnar á þessum verknaði. Það var bara eitt, sem eg
sá ekki fyrir: þetta hljóð. Eg hafði því miður lagt of
litla stund á hina æðri hljóðfræði, svo mér sást yfir það.
Litfræði var eg aftur á móti gagnmentaður í, svo mér
kom blóð og heilaslettur ekkert á óvart. Hefði eg at-
hugað þetta, mundi eg hafa drepið hljóðlaust. Eg hefi
hugsað mér að verja tímanum fyrst um sinn til þess að
finna upp klóróformgeisla. Hugsið yður, herra minn,
hvað það mundi gerbreyta næsta ófriði. Maður styður
á hnapp á vél, og heilar hersveitir hníga í valinn stein-
þegjandi. Engar ærandi fallbyssudrunur. Ekkert hljóð.
Augu hans glömpuðu eins og demantar, og svitaperlur
stóðu á enninu. Eg var logandi hræddur og velti því
fyrir mér, hvort hann mundi verða búinn að drepa mig
áður en mér kæmi hjálp, ef eg stykki á fætur og gripi
í neyðarhemilinn.
En hann hélt áfram: — Svo eg komi með staðreynd-
irnar frá glæp mínum. Vegna óhapps varð eg að leita
mér atvinnu og réðst sem þjónn hjá baróni uppi í sveit.
Alt heimilisfólkið var það siðlausasta hyski, sem eg hefi
þekt, og herragarðurinn f slíkri niðurníðslu, að fá dæmi
munu finnast til annars eins. Klukkan átta á morgnana
átti eg að færa öllum kaffi. Auk barónsins, frúar hans,
þriggja dætra og tveggja sona, voru þarna tvær ungar
stúlkur og þrír ungir karlmenn, og var alt þetta fólk
eitthvað í ætt við baróninn; svo voru þar tveir eldri
menn, sem virtust vera uppgjafa liðsforingjar, og ann-
ar þeirra var einfættur. Eg fékk nákvæm fyrirmæli um