Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 95
IÐUNN
Hljóðið.
301
Félagi minn féll út af steinsofandi, eins og hann hefði
verið skotinn. Hann líktist nái, þar sem hann lá hálfur
út af bekknum, kríthvítur í andliti með galopinn munn.
Eg færði hann upp í bekkinn og breiddi ofan á hann.
Svo sat eg og hugsaði um þessa hryllilegu sögu. Um
svefn var ekki að ræða.
Arla morguns komum við til Vlissingen.
Þegar lestin staðnæmdist, varð eg var við, að eitt-
hvað óvenjulegt var á seiði. Einhver töf varð á því, að
fólkið fengi að fara úr lestinni. Eg komst brátt að því,
hvernig á þessu stóð. Það var lögreglan að leita að ferða-
félaga mínum. Tveir lögregluþjónar og einn maður í
búningi Rauða krossins komu inn í klefa okkar ásamt
brautarþjóninum vingjarnlega, sem benti þeim á hinn
sofandi mann og gaf þeim einhverjar upplýsingar, sem
eg ekki skildi. Síðan var félagi minn vakinn. Þegar hann
sá lögregluþjónana, reyndi hann fyrst að flýja, en þegar
það reyndist ómögulegt, fór hann að segja þeim frá því,
að hann væri ráðinn þjónn hjá þessum Englendingi
(hann benti á mig) og væri undir vernd minni, þeir
hlytu að fara mannavilt. Þeir heimtuðu að sjá vega-
bréfið hans, en hann hafði ekkert og kvað það ekki
nauðsynlegt, þar sem hann væri alt af í fylgd með mér.
Eg sá, að þessi skrípaleikur var gersamlega tilgangs-
laus og afhenti lögregluþjónunum vegabréfið mitt þegj-
andi. Og þegar þeir spurðu, varð eg að segja eins og
var, að maðurinn væri mér óviðkomandi. Eg spurði,
fyrir hvað hann væri ákærður, en fékk ekkert svar.
Þegar félagi minn sá, að öll von var úti um að sleppa,
varð hann óður og barði lögregluþjónana, unz þeir settu
á hann handjárn og fóru með hann. Eg sá ekki framar
brautarþjóninn og fór því úr lestinni án þess að fá nokkra
skýringu á handtöku þessa undarlega samferðamanns