Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 96
302
Hljóðið.
IÐUNN
míns, en þóttist viss um, að hann hefði verið handtek-
inn fyrir morðin, sem hann sagði mér frá, þó mér þætti
það undarlegt, að hollenzk lögregla væri að skifta sér
af þessu. En undarlegast þótti mér að sjá ekkert um
þennan glæp í blöðunum um daginn.
Af atvikum, sem ekki koma þessu máli við, varð eg
að dvelja tvo daga í Vlissingen áður en eg færi yfir
Ermarsund til Englands. Seinni daginn varð mér reikað
inn á járnbrautarstöðina og sá þá ferðafélaga minn aft-
ur. Hann var í fylgd með gömlum gráhærðum manni og
gekk nú alveg laus. Hann þekti mig sýnilega um leið og
þeir gengu fram hjá mér inn í biðsalinn, en talaði ekk-
ert til mín, leit að eins á mig með þessum barnslegu
augum, sem eg kannaðist við frá vissu tímabili í lest-
inni, áður en hann fór að segja mér hina hryllilegu sögu
sína. Svipur hans var eins og á barni, sem hefir fengið
ráðningu fyrir einhverja óknytti, er nú orðið rólegt aft-
ur og sátt við þann, sem refsaði því, en er hálf-skömm-
ustulegt.
Nú vaknaði forvitni mín fyrir alvöru. Það gat varla
verið, að þessi gamli maður væri lögregluþjónn, sem
ætti einsamall að flytja þennan stórglæpamann heim til
Þýzkalands. En hvað hafði þá komið fyrir, að honum
skyldi vera slept?
Rétt í þessu kom gamli maðurinn einn út úr biðsaln-
um og gekk til blaðasalans. Eg gat ekki stilt mig, gekk í
veg fyrir hann og spurði hann rakleitt um unga mann-
inn, sem eg tjáði honum að hefði verið klefanautur
minn.
Gamli maðurinn leit á mig raunalega, en án allrar
tortrygni. — Það er sonur minn, sagði hann lágt. —
Þeir fóru svona með hann í skotgröfunum.
Eg þagði, hálf-skömmustulegur. Þetta var þá enginn