Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 97
IÐUNN
Hljóðið.
303
stórglæpamaSur, heldur eitt af fórnardýrum styrjaldar-
innar, sem hafði mist vitið í öllum hörmungunum og
djöfulæðinu.
— Eg var veikur einn dag, og þá strauk hann frá
mér, hélt gamli maðurinn áfram. Gömul kona, sem gaf
honum pylsur, sagði mér, að hann hefði ætlað sér með
lest, sem fór hingað, eg símaði í veg fyrir hann; svo
kom eg að sækja hann. Það ræður enginn við hann nema
eg, þegar hann fær köstin. — Hann var ekki nema tvít-
ugur, þegar þeir sendu hann í skotgrafirnar. Það var
sama daginn og hann kvæntist — lítilli, ljóshærðri stúlku,
dóttur vinar míns. Þegar hann kom aftur, eftir tveggja
ára fjarveru, var hún dáin. Han varð vitskertur einu
sinni, þegar þeir hertóku borg og fóru um hana rænandi
og myrðandi. Það bráir af honum á milli, en í köstun-
um blandast minningarnar frá stríðinu á hinn hörmuleg-
asta hátt saman við endurminninguna um ungu konuna
hans, sem hann fékk aldrei að njóta. — Hann hefir
kannski talað við yður um kvenfólk, bætti hann við
feimnislega.
Eg jánkaði því þurlega og flýtti mér að kveðja.
Um Ieið og eg gekk út af járnbrautarstöðinni, sá eg
feðgana fylgjast að lestinni, sem var að fara. Mér datt
í hug, hver mundu verða örlög þessa vanþroska, brjálaða
pilts, þegar hann nyti ekki lengur umhyggju hins bogna
öldungs.
Orlög þúsunda.
Halldór Stefánsson.