Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 98
Umsókn til Alþingis.
Reykjavík, 1. október 1935.
Hér með leyfi eg mér, allravirðulegast, að leggja fyr-
ir hið háa Alþingi, að það veiti mér undirrituðum styrk
til ritstarfa á fjárlögum ársins 1936, að upphæð kr.
12000,00 — tólf þúsund krónur.
Eins og hæstvitrum alþingismönnum er kunnugt, er
eg nú orðinn þjóðkunnur maður fyrir ritstörf mín, — og
minnist eg í því sambandi með hrærðu hjarta hinna
mörgu og ágætu ritdóma vinar míns og frænda, meist-
ara Guðna Guðbrandssonar, sem hann hefir birt í ýmsum
blöðum og tímaritum, ýmist undir fullu nafni, gerfinafni,
fölsku nafni, stolnu nafni eða nafnlaust, alt af einskærri
umhyggju um minn hag, sem eg bið góðan guð að launa
honum, annað hvort í þessu lífi eða einhverju öðru lífi,
eftir því sem honum (þ. e. guði) þykir bezt hæfa eftir
málavöxtum og atvikum.
Til frekari sönnunar því, að þessi styrkveiting sé þjóð-
félagsleg nauðsyn og megi ekki lægri vera, vil eg taka
þetta fram:
Ritverk mín, sem birzt hafa á prenti, eru að vísu ekki
sérlega mikil að vöxtunum — 8 bls. í 8vo. En þar við
er að athuga, að það, sem eg á óbirt, er miklu meira.
Ef til vill halda sumir, að eg hafi auðgast á þessum
ritverkum og sé því ekki ástæða til að veita mér ríkis-
styrk. En þetta er mesti misskilningur. í fyrsta lagi hefi
eg lítil Iaun fengið: einar 200 kr. hjá Útvarpinu, fyrir
flutning verka minna þar, og 100 krónur frá forleggj-