Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 100
306
Umsókn til Alþingis.
IÐUNN
Sem ríkisstyrkþegi yrði eg að taka mér 4—5 mán-
aða sumarleyfi, og ferðast þá upp um fjöll og afrétti.
A því auðnuleysisflakki væri mér meinfangalaust að
safna lambaspörðum og rannsaka, til hvers nýt væru.
Einnig gæti eg gripið í að teíla skák, safna Iygasögum
eftir aðra og lausavísum eftir sjálfan mig, og fleira
mætti nefna. Við þetta gæti eg dundað í tómstundum,
eg meina þegar andagiftin er fjarverandi. Alt eru þetta
verk, sem þarf að vinna og ríkissjóður borgar stórfé
fyrir á hverju ári hvort sem er, eins og landsreikning-
urinn ber vitni um.
Eg vil í þessu sambandi minna á það vítaverða skiln-
ingsleysi alþingismanna á undanförnum þingum (nánar
tiltekið f 1004 ár), að þeir virðast altaf líta á svona
fjárveitingar sem hreint eyðslufé úr ríkissjóði og vera
litblindir fyrir þeirri staðreynd, að svona útgjöld koma
að mjög verulegu leyti beint í ríkissjóðinn aftur. Það
væri mjög fjarri skaplyndi mínu að Ieggjast á þetta gull
eins og ormur. Eg mun taka fult tillit til þess, að hring-
rás peninganna er jafn-nauðsynleg fyrir þjóðfélagið eins
og hringrás blóðsins er nauðsynleg fyrir líkama manns-
ins. Hvað þessa upphæð snertir, sem hér ræðir um, skal
eg upplýsa, að eftir lauslegri áætlun minni, sem studd
er við reynslu flestra annara ríkisstyrkþega, mundu um
6000 krónur ganga til Áfengisverzlunarinnar, eða með
öðrum orðum til ríkissjóðs, þar sem Áfengisverzlunin er
ríkisstofnun. Allveruleg upphæð mundi ganga til Tó-
bakseinkasölunnar. En um hana er sama að segja og
Áfengisverzlunina, að hún er ríkisstofnun. Auk þessa
koma til greina ýms veruleg útgjöld, sem skáld og Iista-
menn — og reyndar ríkisstyrkþegar yfirleitt — komast
ekki hjá að greiða. Skáldið verður, stöðu sinnar og eðlis
vegna, að koma fram með riddaralegri nærgætni gagn-