Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 102
308
Umsókn til Alþingis.
IÐUNN
fúlgu, þá þurfa þeir ekki að óttast, að eg grípi til þving-
unarráðstafana eða leiti aðstoðar æðri máttarvalda. Eg
er meiri þegnskaparmaður en svo. Hitt er annað mál,
að eg ræð ekki öllum gerðum þeirra máttarvalda og get
enga ábyrgð tekið á dutlungum þeirra. En skylt tel eg
mér að benda þinginu á alla varúð í þessum efnum. Þar
til heyrir að skýra frá því, sem til eyrna minna hefir bor-
ist nýlega og eg hefi mjög góðar heimildir fyrir, sem sé
að menn hafa nú upp á síðkastið þózt verða varir við
ókyrð nokkra í Akrafjalli, sem þykir benda til þess, að
þar muni vera eldgos í aðsigi eða að minsta kosti til-
tækilegt, ef á þyrfti að halda. Þarf ekki orðum að því
að eyða, hve hættuleg slík útvarpsstöð gæti orðið sem
keppinautur við Ríkisútvarpið, og varla umalaust, að
það gæti valdið þingmannaskiftum í Borgarfirði. Beini eg
þessu einkum til hinna hyggnari og varfærnari þingmanna.
En sem sagt, af minni hálfu verða engar sérstakar
ráðstafanir gerðar til þess að flýta fyrir þessu eldgosi,
né ýta undir aðrar ráðstafanir, sem goðin kynnu að hafa
í hyggju, í gremju sinni út í þingið, ef erindi mínu verð-
ur þar illa tekið.
Þar sem eg geri ráð fyrir að fá umbeðinn styrk, ekki
að eins næsta ár, heldur á hverju ári framvegis, þá mundi
eg láta óátalið, þó að sú klásúla fylgdi afgreiðslunni, að
verk mín yrðu eign ríkisins eftir minn dag, þau, sem þá
verða til, og líka þau, sem þá kynnu að vera ósamin.
Jæja, blessaðir sauðirnir, ykkur ætti nú að vera farið
að ráma í það, hvað eg meina.
Með því skilyrði, að eg fái umbeðinn styrk, kveð eg
ykkur svo með beztu óskum um gleðileg jól og þar á
eftir í hönd farandi gott nýár.
Allravirðingarfylst.
Pétur Georg.