Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 103
Samvinna norrænna þjóða.
Óhætt mun mega fullyrða, að aldrei hafi verið unn-
ið af meiri og innilegri samvinnuvilja að eflingu sam-
starfs og vináttu hinna 5 þjóða, er byggja Norðurlönd,
en nú. Það félag, sem mest beitir sér fyrir hinni norrænu
samvinnu, er Norræna félagið, sem starfandi er um öll
Norðurlönd. Félagið var stofnað, mest fyrir forgöngu
nokkurra sænskra vísinda- og stjórnmálamanna, vetur-
inn 1919 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en í Finn-
landi 1924. Hér á íslandi var það stofnað 1922, en
lagðist niður eftir þriggja ára starf; var endurreist 1931
og hefir síðan tekið virkan þátt í Norðurlandasamvinn-
unni með hinum félögunum og gekst ásamt þeim fyrir
Norræna deginum, sem nýlega var haldinn hátíðlegur
um öll Norðurlönd.
Tilgangur Norræna félagsins er að efla vináttu milli
hinna norrænu bræðraþjóða og vinna að auknu sam-
starfi þeirra á meðal um hvers konar menningar- og við-
skiftamál, þar sem slík samvinna er eðlileg og hagkvæm.
Nauðsynleg undirstaða undir samstarf og vináttu milli
þjóða er, að þær kynnist sem bezt og fái gagnkvæma
þekkingu á högum, háttum og menningu hverrar hinna.
Norræna félagið leggur því aðaláherzlu á kynningar-
og fræðslustarfsemi. Félagið efnir því á hverju ári til
móta og námskeiða fyrir ýmsar stéttir manna, þar sem
þátttakendur fá fræðslu í ýmsum sérmálum og alment
um hagi og menningu þeirrar þjóðar, sem þeir gista. Þeir
fá þar tækifæri til þess að kynnast starfsbræðrum sín-
um persónulega og ræða við þá um sameiginleg áhuga-