Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 106
312
Samvinna norrænna þjóða.
IÐUNN
í lækkuðum fargjöldum og ódýrri eða ókeypis dvöl á
námskeiðunum.
Utgáfustarfsemi félagsins er allmikil og merkileg. Ar-
lega gefur það út mjög myndarlegt og fróðlegt ársrit,
Nordens Kalender. í rit þetta skrifa að öllum jafnaði
ýmsir þektustu rithöfundar og vísindamenn Norðurlanda.
Ársritið fyrir næsta ár er komið út og er nú fjölbreytt-
ara, fallegra og fróðlegra en nokkru sinni fyr. Auk þess
gefur félagið, ásamt Letterstedtska félaginu út tímaritið
Nordisk Tidskrift. Smárit um íslenzk málefni og bækur
hefir það einnig gefið út. Fjöldi fyrirlestra er á ári hverju
íluttur á vegum félagsins, og oft hefir það boðið til sín
norrænum rithöfundum í kynnisferðir. Félagið hefir
enn fremur gefið út skuggamyndir, er sýna landslag og
atvinnuhætti Norðurlanda og sent mörgum skólum. Það
kostar sendikennara við nokkra háskóla og gengst fyrir
reglubundnum háskólakennara- og stúdentaskiftum.
Norræna félagið hefir gengist fyrir endurskoðun sögu-
kenslubóka Norðurlanda. Hafa nokkrir þektustu sagn-
fræðingar á Norðurlöndum unnið að þessari endurskoð-
un undanfarin þrjú ár og leiðrétt missagnir og villur, og
er nýkomin út bók í Helsingfors, er inniheldur skýrslur
þessara fræðimanna og gagnrýni. Er þetta merkileg bók,
sem hefir að geyma mikinn fróðleik. Enn fremur hefir
félagið gengist fyrir stofnun viðskiftamálanefndar, er
hefir rannsakað möguleika fyrir samstarfi Norðurlanda
í verzlun og auknum viðskiftum. í þessu sambandi hefir
verið rætt um það, að Norðurlöndin komi meira fram
sem heild gagnvart öðrum þjóðum. Enda hafa þau gert
það á alþjóðafundum í Genf, þar sem að eins hefir mætt
einn fulltrúi fyrir öll Norðurlönd. Ekki er það þó svo að
skilja, að það sé vilji norrænu félaganna, að Norður-
landaríkin verði ein heild stjórnarfarslega. Því fer fjarri.