Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 109
IÐUNN
Samvinna norrænna þjóða.
315
tíðahöld hafa veriS í flestum skólum landsins á Norræna
daginn. Allmikill áhugi fyrir hinni norrænu starfsemi
virðist því vera aS vakna hér. Þeir, sem vilja styrkja
hina norrænu samvinnu eða taka þátt í henni, ættu aS
ganga í félagið og senda inntökubeiSni til ritara þess,
GuSl. Rósinkranz, Ásvallagötu 58, Reykjavík.
Alment hefir mjög lítill áhugi veriS fyrir norrænni
samvinnu hér á landi, og fæstir hafa nokkuS viljaS á
sig leggja til þess aS halda uppi samstarfi viS frænd-
þjóSir vorar á NorSurlöndum. En ef þessum frændum
vorum skyldi, viS eitthvert tækifæri, þar sem NorSur-
landa er aS einhverju minst, verSa á aS gleyma okkur
eSa sýna okkur ekki þá virSingu, sem vér krefjumst
eSa teljum skylt, aS okkur sé sýnd, rjúkum vér upp til
handa og fóta, viS verSum ákaflega móSgaSir og þykir
okkur mikil svívirSing sýnd. En viS verSum áð gæta
þess, aS ef viS viljum láta muna eftir okkur, verSum
viS eitthvaS aS gera til þess aS minna á okkur. ViS ís-
lendingar þurfum þess auSvitaS ekki síSur en aSrar
þjóSir, þar sem vér erum smáþjóS langt úr alfaraleiS.
Mér dettur í þessu sambandi í hug lítiS dæmi, sem sýnir
þekkingarleysi annara á landi voru. Fyrir nokkrum árum
lenti eg í ritdeilu viS kenslubókarhöfund í Stokkhólmi,
sem hélt því fram, aS hestarnir á íslandi lifSu á fjalla-
grösum, aS byggingarefni okkar væri rekaviSur og aSal-
atvinna selveiSi. Svona villur verSa ekki leiSréttar nema
meS fræSslu, og þaS er þess konar fræSsla, sem Nor-
ræna félagiS beitir sér fyrir.
Sumir íslendingar halda því fram, aS þaS sé miklu
eSIilegra fyrir okkur aS taka upp meiri samvinnu viS
aSrar og stærri þjóSir en NorSurlönd. En hvaS ætli okk-
ar séreinkenni og menning yrSi áberandi meSal miljóna
stórþjóSanna? Ég er hræddur um, aS okkur myndi þá