Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 110
316
Samvinna norrænna þjóða.
IÐUNN
oft finnast við gleymast. Engum efa er það bundið, að
nánast erum við tengd Norðurlanda|pjóðunum. Eflaust
erum við þeim mest skyld, af sama bergi brotin. Af
Norðurlandaþjóðunum höfum við orðið fyrir mestum
áhrifum, því þar hafa flestir numið, sem utan hafa far-
ið, frá þeim hafa menningarstraumar borist út hingað.
Mál vort er eitt hinna norrænu mála og er því þeim mál-
um skyldast, sem töluð eru um Norðurlönd, og eigum vér
fyrir það auðveldara með að læra þau mál en önnur, og
sökum þess að menning vor og lífskjör eru líkari menn-
ingu og lífskjörum hinna Norðurlandaþjóðanna en ann-
ara, eigum vér auðveldara með að skilja þær, notfæra
okkur reynslu þeirra og njóta bókmenta þeirra og ann-
ara lista. Flest munum vér finna það, að þegar við kom-
um til Norðurlandanna eigum vér þar frekar heima en í
nokkru öðru landi, utan ættlandsins; við finnum, að
þar njótum við okkar betur og á alt annan hátt en meðal
stærri og fjarskyldari þjóða. Það er eitthvað, sem dreg-
ur okkur til frændþjóðanna á Norðurlöndum, hvort sem
það er hinn andlegi og líkamlegi skyldleiki eða það er
kynning og siðvenjur, sem því valda. En svo er það.
Eg vil Ijúka máli mínu með orðum, sem skáldkonan
fræga, Selma Lagerlöf, hefir beint til Norðurlandaþjóð-
anna nú í tilefni af Norræna deginum. Hún segir:
„Stöndum saman, því öll höfum við alist upp í sama
skóla. 011 höfum við haft sömu meistarana, hina hörðu
vetur, hin ólgandi höf, hinar hrjóstrugu heiðar og eyði-
legu sanda. Stöndum saman, sem gamlir félagar, svo við
með ástúð og fórnfýsi getum verndað vorn stranga
skóla, okkar eigin norrænu lönd, sem hafa kent okkur
að heyja lífsbaráttuna með síefldu áræði“.
Guðlaugur Rosinkranz
ritari Norræna félagsins.