Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 113
Er kreppan yfirunniii?
Suður í Genf starfar sem ein deild ÞjócSabandalags-
ins merkileg stofnun, sem nefnist Hin alþjóðlega vinnu-
málaskrifstofa. Forstjóri hennar heitir Harold Butler og
mun vera enskur. ÞaS er sagt, acS honum sé líticS gefi'Ó
um fólk, sem helzt vill komast hjá að nefna hlutina rétt-
um nöfnum, en vefur þess í stað hugsanir sínar og skoð-
anir innan í alls kyns umbúðir hæversku og hispurs-
mensku. Sjálfur segir mr. Butler meiningu sína umbúða-
laust og talar svo greinilega, að hann verður ekki mis-
skilinn. Um þenna eiginleika hans ber ársskýrsla skrif-
stofunnar hin síðasta, er send var út á öndverðu sumri,
glögt vitni. Þar ræðir hann um hina fjárhagslegu við-
reisn síðustu ára, sem heimsblöðin hafa fjasað svo mik-
ið um og talið sönnun þess, að þjóðirnar væru að hefjast
upp úr öldudal kreppunnar. Þessa marg-umtöluðu og út-
básúneruðu viðreisn kallar mr. Butler brátt áfram lygi
og blekkingu. Þessir svonefndu „betri tímar“, sem alt
af er verið að tönlast á, sýna okkur að hans dómi alt
annað en framgang. Þeir sýna bara það, a'g Evrópa nálg-
ast hengiílug hruns og eyðileggingar með hverjum degi,
sem líður. Og það bætir lítið úr skák, þótt allur fjöldinn
neiti að horfast í augu við þessi ægilegu sannindi.
Það er rétt, segir mr. Butler, að við yfirborðslega at-
hugun virðast tímarnir fara batnandi. Framleiðslan á
sviði iðnaðarins hefir aukist verulega. En þessi upp-
gangur stóriðjunnar byggist eingöngu á aukningu víg-
búnaðarins. Kapphlaup þjóðanna um vígbúnað harðnar
stöðugt, járn- og stálframleiðslan eykst með flughraða,