Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 114
320
Er kreppan yfirunnin?
IÐUNN
efnaiðjan (cemical industry) færist í aukana með hverj-
um degi, sömuleiðis framleiðsla bifreiða og flugvéla.
Þetta hefir skapað aukna starfsemi í mörgum löndum:
Þýzkalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi,
Italíu, Tékkóslóvakíu, Japan og víðar. Inn- og útflutn-
ingur hráefna til herbúnaðarins, og einnig annara vara,
eykst tilsvarandi. Og á því græða einnig þau lönd, sem
að mestu eru utan við vígbúnaðar-kapphlaupið, eins og
t. d. Svíþjóð. Síðasta ár hefir verið veltiár fyrir her-
gagnaiðjuna, og á því — og því einu — byggist sú trú,
að þjóðirnar séu að sigrast á kreppunni.
Þessi uppgangur er óheilbrigður og uggvænlegur í
hæsta máta, segir Butler. Hann hefir ekkert það í för
með sér, er auki hin eðlilegu og heillavænlegu samskifti
þjóðanna. Þvert á móti. Astandið þvingar vfgbúnaðar-
þjóðirnar til þess að draga æ meira úr kaupum sínum
á lífsnauðsynjum og hráefnum til friðsamlegrar og heil-
brigðrar starfsemi. Þjóðirnar stefna út í verri og verri
ógöngur og viðskiftalega einangrun, og það er fullkom-
lega rangt að kalla slíkt „betri tíma“.
Þeir, sem með völdin fara í hverju Iandi, þora ekki
fyrir sitt líf — jafnvel þótt viljinn væri til staðar — að
draga úr vígbúnaðinum. Þeir þjást af tvöföldum ótta.
Á eina hlið er óttinn við, að þeirra þjóð dragist aftur
úr í kapphlaupinu og verði þvf vanbúin, þegar stríðs-
lúðurinn gellur. Á aðra hlið eru þeir hræddir við afleið-
ingarnar innanlands, ef hergagnaiðjan þyrfti að draga
saman seglin. Það myndi svifta fjölda fólks atvinnu og
auka þurfamannaherinn um allan helming. — Auk þessa
skapar vígbúnaðaræðið um heim allan sívaxandi óró,
taugaæsingu og öryggisleysi, sem fælir menn frá við-
skiftum við önnur lönd og aftrar því, að þeir leggi fé
sitt í erlend Ián eða fyrirtæki. Þannig lamast bæði fjár-