Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 116
322
Rómantík nútímans.
IÐUNN
framleiðslu, sem er verri en gagnslaus. Hugsum okkur
nú, að þetta fé væri notaS til nytsamlegra og mannúS-
legra hluta, til þess aS vinna varanlegan bug á krepp-
unni og létta alþýSunni lífsbaráttuna. Hvílíkum stakka-
skiftum myndi heimurinn ekki taka viS þaS.
Á. H.
/
^ Srity
Rómantík nútímans.
Eftir Erik Blomberg.
[Erik Blomberg er eitt af yngri Ijóðskáldum Svía, og þyk-
ir mikið koma til ljóða hans. En aulc þess skrifar hann tals-
vert um bókmentir, og meðal annars kom út eftir hann fyrir
nokkru bók, er hann nefnir „Tidens romantik“. Smágrein sú,
er fer hér á eftir, er lokakafli þeirrar bókar.]
Hugmyndirnar um yfirskynlega hluti, sem áSur voru
mönnunum trúarlegar staSreyndir, verSa nútímamann-
inum aS táknmyndum jarSnesks veruleika. Þegar sjálfiS
f rómantískum hugarórum og staSlausu grufli leitaSist
viS aS bora sig inn aS kjarna alverunnar til þess síSar
meir aS vinna frelsi og gera sig öllu óháS, fylgdi þaS
Iögmálum allrar sköpunar. Því aS meS því aS gera sig
óháSan því, sem er, getur hiS nýja orSiS til og fram-
tíSin skapast.
ViShorf vort til raunveruleikans er ekki einungis fólg-
iS í gagnrýni eSa sundurgreiningu, heldur einnig í sköp-
un. Vér sjáum þaS æ skýrar, aS lífiS sjálft er óendan-
legt sköpunarstarf. Rómantíkina dreymdi um þessa
sköpun á yfirskynlegu sviSi. ÞaS var stórfenglegur