Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 120
326
Rómantík nútímans.
IÐUNN
inni sem starfandi og skapandi máttur, finnur hann sig
frjálsan og ánægðan. Þvf að eins getur einstaklingurinn
frelsast, acS fjöldinn frelsist. Og því acS eins, aS vélin
verði gerð að þjóni fjöldans, í stað þess að vera hið
gagnstæða. Þessi tvö stórveldi nútímans, vélin og múg-
urinn, geta hæglega valdið hruni menningarinnar. En
þau geta líka endurleyst hana.
Um Ieið og hin félagslegu vandkvæði reyrast í æ harð-
ari hnút, auðæfin safnast á færri hendur og eignaleys-
ingjarnir verða háðari, um leið og réttur hinna síðar-
nefndu til vinnunnar takmarkast, vinnan verður vél-
gengari og andlausari og lífsinnihald fjöldans verður fá-
skrúðugra og verðminna, jafnframt því sem skilyrðin
fyrir ríkara lífi öllum til handa vaxa jafnt og þétt fyrir
síaukna framleiðslugetu — eftir því sem örlög þjóða
og einstaklinga fléttast saman meira og meira og læs-
ast í járngreipar haturs, ofbeldis og svika, eftir því ger-
ast horfurnar um framtíð menningar vorrar ískyggilegri.
Jafnvel hugsuðurinn og listamaðurinn verða að glíma
við þessar andstæður, þetta óþjála viðfangsefni, og
leita að úrlausnum og umbótum.
í nánu sambandi hvað við annað standa þörfin á fé-
lagslegri nýmyndun á öðru leitinu og hin nýja heims-
skoðun vísindanna á hinu. Nátlúruvísindin hafa rutt
brautina fyrir véltækni nútímans og samtímis í þessari
tækni smíðað sér vopn til nýrra og dirfskufullra land-
vinninga. Samtímis því, að félagslíf mannanna gerist
margþættara, flóknara og hraðstígara, hefir blæjunni
verið lyft frá furðulega margbrotinni gerð og gangi
hinnar afli þrungnu heimsvélar, og sömuleiðis hefir oss
verið sýnt órjúfanlegt samhengi og afstæði þessara
tveggja heima.
Hin alheimslega afstæðiskenning, sem heldur því