Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 121
IÐUNN
Rómantík nútímans.
327
fram, að þrotlaus víxláhrif eigi sér stacS, milli rúms og
tíma, hluta og atburða, krefst tilsvörunar í samfélags-
heildinni, í samlífi og samskiftum mannanna, þar sem
einstaklingarnir fyrir tilverknað vélamenningarinnar
verða æ háðari hver öðrum.
En þrátt fyrir þetta hafa mennirnir, í ákafa sínum
eftir að notfæra sér framleiðslumöguleikana og kanna
aiheimsrúmið, einangrað sig meira og meira fyrir sér-
hæfingu og með því tapað fótfestunni í andlegum skiln-
ingi. Lífshættir þeirra, tilfinningalíf, athafnir og viðhorf
hefir alt of lengi verið bundið af úreltum hugmyndum,
sem sprottnar eru úr jarðvegi fornmenningar og krist-
inna kreddukenninga. Þessi steinrunna heimsskoðun,
bygð á tvíhyggju, sem sundraði hinum andlegu kröftum,
er nú að rýma sæti fyrir annari lífrænni, starfsglaðari
skoðun, sem birtir oss sem í skuggsjá mynd hins kom-
andi samfélags og þeirra hreyfiafla, er munu móta það.
Þessar tvennar ólíku lífsskoðanir berjast um nútíðar-
manninn, og það er þessi barátta — með árekstrum
hennar, sigrum og glundroða — sem listir nútímans og
bókmentir eru að reyna að móta. Af þessum ástæðum
sýnast þær oft svo sundurleitar — gefa mynd af upp-
lausn og hruni, en samtímis af byrjandi nýsköpun.
En þeir, sem sjá höfuð-markmið listarinnar í upplausn
eða endurnýjun forma, hafa ekki lært að greina sundur
markmið og leiðir, þeir skilja hvorki listina né lífið.
Rómantík án raunhæfra hugsjóna, án tengsla við hina
félagslegu baráttu, hlýtur að lokum að hafna í hugsana-
sljórri og ófrjórri fagurfræði. Listin, skáldskapurinn, er
félags-framleiðsla, en hún er líka tæki til að umskapa
samfélagið — með því að umskapa manninn. Aðal-
hlutverk hennar er að endurleysa.
í slíku endurlausnarverki, sem ekki er bundið við eina