Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 123
Trú og hjátrú.
Eftir Arnulf Överland.
Eg er kominn á þá skoðun, aS mestalt, sem eg hefi
skrifað, sé hégómi og til einskis nýtt. Undantekningar-
lítið hefi eg fundið upp á því sjálfur; það er ekki ann-
að en uppspuni, þar sem varla finst satt orð. Og það
ber svo margt við í veröldinni, að það getur ekki verið
sérlega áríðandi að skrifa niður það, sem ekki ber við.
Eg hefi ráðið við mig að hætta því og skrifa hér eftir
að eins það, sem satt er. Og eg ætla að byrja á þessu
undir eins, því það er ekki nema Iítil stund síðan þetta
kom fyrir mig:
Eg sat sem sé hérna inni og var að lesa í svörtu bók-
inni. Það er ákaflega undarlegt, sagði eg við sjálfan
mig. — Að nokkur skuli hafa trúað á annað eins! Og
að menn skuli hafa fengist til að lesa svona bók! A okk-
ar upplýstu tímum er erfitt að skilja það, hve fávíst fólk-
ið gat verið. Trú er eitt, hjátrú annað — það er ein-
mitt þetta, sem gerir mismuninn.
Eg sat lengi og var að hugsa um þenna mismun. Því
enginn getur neitað, að á þessu tvennu er hinn gífurleg-
asti munur. Að lokum var eg orðinn svo argur, að eg
sagði við sjálfan mig: Eg trúi á guð af þeirri einföldu
ástæðu, að hann er til, og eg trúi ekki á djöfulinn af
því að hann er ekki til. Það væri blátt áfram hlægilegt
að trúa á það, sem ekki er til. Og nú skulum við athuga,
hvort við getum ekki í eitt skifti fyrir öll gengið milli
bols og höfuðs á hjátrúnni.
Eg blaðaði í svörtu bókinni þangað til eg rakst á sér-