Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 124
330
Trú og hjátrú.
IÐUNN
lega kröftuga djöflasæringu. Svo dró eg hring á gólfið.
Það átti eg auðvitað að gera með krít, en eg hafði enga
krít, svo eg notaði litblýant í staðinn. Að því búnu fór
eg með særinguna þrisvar sinnum, þangað til mig tók
að svima. — Abraxas! sagði eg og sló botninn í.
Eg var þegar farinn að iðrast þessa athæfis. Það var
komin sviðalykt — um það var ekki að villast. Herberg-
ið var að fyllast af reyk og — sem eg er lifandi mað-
ur! — blár logi gaus upp mitt í hringnum, og sjálfur
hinn skynbarlegi djöfull steig upp um glufu á gólfinu.
— Góðan daginn! sagði hann. — Hérna áttu þá
heima!
— Já, sagði eg. — En eg er að hugsa um að flytja
á næstunni. Sérðu ekki strikið, djöfull? Þú mátt ekki
fara út úr hringnum!
— A? — Engin hætta. Þetta er bara blýantskömm,
sagði hann og glotti djöfullega. Svo hengdi hann frá
sér höfuðfatið á sléttan vegginn og gekk út úr hringnum.
— Viljið þér ekki fá yður sæti, sagði eg og benti á
stól, sem stóð frammi við dyrnar.
— Þakka, sagði hann, dró stólinn að skrifborðinu
mínu og settist.
— Kannske má bjóða yður glas af djöfladrykk? —
Eg tók fram flösku af Svartadauða.
Hann gaut augunum ólundarlega til svarta miðans
frá Áfengisverzluninni. Svo sagði hann: — Takk, eg
á í staupinu sjálfur. Hann dró upp ofurlítinn vasapela.
— Hefirðu glös?
— Þakka, en eg drekk ekki brennisteinssýru svona
árdegis, sagði eg og hneigði mig.
— Svartidauðinn úr Áfengisverzluninni er annars
ekki svo fráleitur, sagði hann. — Við notum hann mik-
ið þarna á neðri bygðinni. Hann er að minsta kosti