Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 125
IÐUNN
Trú og hjátrú.
331
skárri en Ruster Ausbruch, sem þeir hafa fyrir messu-
vín í — ehemm — í kirkjunni.
Satt að segja gazt mér miðlungi vel að þessum sam-
anburði. En eg sagði ekki neitt.
Mér fanst nú kominn tími til að skratti færi að hypja
sig, en það var ekkert ferðasnið á honum. Hann leit út
fyrir að kunna mætavel við sig.
Hann kinkaði kolli í áttina til skrifborðsins: — Hvern-
ig gengur það annars með skáldskapinn, Overland? —
Illa? — Myndir þú ekki vilja fá lítils háttar tilsögn í
að yrkja?
— Jú, þökk sem býður, sagði eg. Hann var mjög
svo blátt áfram og altilegur, djöfsi; eg gat ekki neitað
því. Hann var hispurslaus og nefndi hlutina réttum nöfn-
um. Hann gerði sig nokkuð heimakominn að vísu; það
varð eg að játa. Hefði hann viljað fara hæversklega í
sakirnar, gat hann til dæmis sagt sem svo, að skáldgáfu
minni væri nú þann veg háttað, að ekki mætti búast við
miklum afköstum. En á því ympraði hann ekki. Nú
jæja, honum geðjaðist kannske betur að Wildenvey.
Smekkurinn er misjafn. En hvað um það — gæti hann
verið mér eitthvað hjálplegur, þá---------
— Þá verðurðu fyrst að hyggja að því, hvernig aðrir
yrkja. Og svo verðurðu að æfa þig, sagði hann. — Eg
er nú á því, að hann hefði heldur átt að segja mér, hvern-
ig Shakespeare fór að því að yrkja svona vel. Um það
hefi eg oft brotið heilann.
— Anda skáldskaparins, sagði eg og lygndi augun-
um upp í loftið — þetta ósegjanlega — það getur eng-
inn lært né kent. Það kemur að ofan.
— Auðvitað, sagði djöfullinn.
— En ef þér hafið ætlað að freista mín, sagði eg —
því senduð þér ekki heldur fagrar meyjar?