Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 126
332
Trú og hjátrú.
IÐUNN
— Eins og meyjarnar komi ekki sjálfar! ÞaS væri
nú til einhvers! sag'ði djöfsi. — Það má heita, að krist-
indómurinn sé úr sögunni í þessum heimi. Æskulýður-
inn hugsar ekki um annað en að skemta sér. Tíminn er
gagnsýrður af grófustu efnishyggju. Hvar heldurðu a'S
þetta lendi?
— Nei, sagði eg og varð hugsi, það fer líklega alt
saman til an........... — Það stendur í g. . . valdi.
Mér varð það á að rugla tóma vitleysu, af ótta við að
tala af mér. Þar að auki gerði það mig alveg ruglaðan í
ríminu að heyra djöfulinn láta í ljós svona alvarlega
lífsskoðun.
— Sjáðu nú bara til, sagði hann. Heilög ritning er
full spjaldanna milli af frásögnum um starfsemi mína,
— eg fer í svín, jafnvel í menn — og þar fram eftir
götum. Þar er að finna fjölda óhrekjanlegra sannana
fyrir því, að eg sé til. En hver trúir á biblíuna á þessum
tímum?
— Trúið þér virkilega á — á guð? spurði eg.
— Hvað væri eg án hans? sagði djöfullinn hógvær.
— Nei, það er eitthvað til í því, sagði eg. — En
væri nú ekki hugsanleg eins konar samvinna milli yðar
og — ehe •— hans?
— Kæri vinur, sagði hann. Hvað annað heldurðu að
komi til mála? — Kristindómur og siðgæði, löggjöf og
réttarfar, alt ykkar kerfisbundna og siðræna skipulag
— hvað ætli það sé svo sem annað en ávöxtur þessar-
ar nánu samvinnu?
— Eg stóð nú í þeirri meiningu, að það væri — ehe
— guð einn, sagði eg.
— Hélztu að það hefði verið guð, sem freistaði Evu
með því að sýna henni slönguna?
— Nehei, það mun hafa verið þú, sagði eg. — Og ef