Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 127
IÐUNN
Trú og hjátrú.
333
þú vilt heyra mína skoðun, þá álít eg að þú ættir að
skammast þín!
Það var jafn-gott, að hann fengi að heyra það. Því
hefði hann ekki lokkað Evu forðum daga, er ekkert lík-
legra en að við værum í Paradís þann dag í dag.
— En segðu mér eitt, mælti djöfullinn. Hvernig stóð
nú á því, að almáttugur guð leyfði mönnunum að
syndga, ef honum var það svo þvert um geð ?
Nú skildi eg, að djöfullinn var að freista mín til að
hugsa, og því gegndi eg honum engu, heldur hélt fyrir
eyrun. En það stoðaði ekkert. Eg heyrði til hans engu
að síður; það var eins og hljóðið kæmi innan úr höfð-
inu á sjálfum mér:
— Geturðu annars skilið, hvers vegna hann skapaði
ekki heiminn fullkomnari, úr því að hann er almátt-
ugur?
— Himnaríki er hinn fullkomni heimur, sagði eg.
— Þú munt þá gjarna vilja komast til himnaríkis?
— Já, auðvitað.
— Og helzt sem allra fyrst — er ekki svo? Þú átt
hvort sem er að deyja, fyr eða seinna.
— Nei, sagði eg. Læknirinn fullyrðir, að ef eg bara
fari vel með magann, þá sé ekkert því til fyrirstöðu,
að eg verði áttræður.
— Getur þú sagt mér, hvers vegna kristnir menn eru
svona óskaplega hræddir við að hverfa til sælustaðar-
ins?
Það dugði ekkert, þótt eg héldi fyrir eyrun. Röddin
kom eins og innan úr höfðinu á mér sjálfum: — Hvað
heldurðu nú eiginlega að sálirnar hafist að þarna uppi?
— Þær syngja, svaraði eg.
— Og þegar þær eru búnar að syngja? Nægan hafa
þær tímann?